sunnudagur, 10. febrúar 2008

Taugaáfall taka tvö

Segjum sem svo...
að ég myndi hætta í skólanum
og vinnunni

þá væri allt í góðum málum
en með 23 einingar
25% vinnu
æfingar á tveimur leikritum
tvær stjórnir
tvö inntökupróf
tónlistarskóla
tónleika
og tvær hljómsveitir
á bakinu er ekkert sérlega auðvelt

og sér í lagi þegar ég er komin eftir á í u.þ.b. öllu, er meira að segja ekki búin að kaupa skólabækur...

og endalausar dagsetningar og frestir sem ég þarf að huga að
-------------------
Eeeeeen gleði gleði og þá var kátt í höllinni, höllinni, höllinni og þá var kátt í höllinni, höllinni!
-------------------
Ég er hætt að drekka kók....aftur. Þó smá breyting, nú hef ég skrúfað fyrir allan koltvísýring. Í þetta sinn mun það endast, að eilífu amen. Eða...allavega út mánuðinn.
-------------------


Engin ummæli: