miðvikudagur, 4. júní 2008

Geðveila

Þá kom löggumann
og kyssti han..a..
og stakk henni beint oní rassvasann!

---

Eða þú veist...það hefði getað orðið þannig...ef við hefðum bara fengið örlítið næði frá bansettum umferðarreglunum. Ég er komin með hor í nös og verk í háls og óttast að ég sé að verða veik, sem er auðvitað stranglega bannað enda verður lagt í hann eftir u.þ.b. 40 klukkustundir (samkvæmt mínum útreikningum).

----

Vegna mikils misskilnings vil ég árétta það að Tulla er ekki raunverulegt nafn, heldur einungis listamannsnafn minnar ástkæru vinkonu, Tal-vin og Twisterfélaga, Elvu Daggar (Dögg..beygist yfir í Daggar, svona til að forðast allan misskilning á þeim bænum). Og Pussi er hið undurfagra listamannsnafnið mitt...og já það minnir óneitanlega á að pissa eða jafnvel eitthvað enn dónalegra sem við segjum ekki frá vegna hættu á lögsókn eða einhverju þvíumlíku.

----

Ég er búin að kaupa buxur (já BUXUR, ég í buxum er afar sjaldgæf sjón og aðeins útvaldir munu fá að njóta þess að sjá mig skoppast um hlíðar sveitarinnar, sveitta og sexy í buxnabrók) sem kostuðu mig fáránlega mikinn pening, en hey þú veist Nike, það er ótrúlega töff í sportvörubransanum.

Ooog ég keypti mér líka sjóarabol og kjúkling og bensín. Núna á ég bara eftir að kaupa og redda öllu hinu. Sem verður fjör. Er búin að fá frí í vinnunni fyrir hádegi svo ég verð á spani allan morguninn og svo beint eftir vinnu verður haldið í verslunarleiðangur ársins með Tullu, sem verður span útum allt, redda öllu og eyða eins fáum peningum í eins margar flíkur og hægt er. Vúhúúú partý ooon!

---

Og núna er ég komin í íþróttagallann, tilbúin í slaginn við óhreina þvottinn. Íhaaaa og afsakið hversu mikið ég hef tjáð mig hér síðustu daga, ég kenni undralyfjunum um. Svona Lísa í Undralandi undralyf með sveppamynd og rauðum exum. Eða þið vitið...

---
ps.
loksins veit ég hvað það þýðir að vera böðull. Búinn að velta þessu fyrir mér frá því ég man eftir mér, en aldrei þorað að spyrja. En núna veit ég það og veit líka að ég verð bráðum böðull. Hoho.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hei beibíkeiks!!!

Ég hef ákveðið að komast á blöð sögunar sem "mest töff manneskja sem þú þekkir" og reyna að gera athugasemdir við allar bloggfærslur þínar héðan af (byrjaði reyndar í gær)...

Þú hefðir átt að taka löggumanninn hálstaki (viðurkennd aðferð innan lögreglunnar) og bara smella á hann einum blautum, ja eða tveimur jafnvel. Hverjum er ekki sama um umferðareglur og grenjandi krakka???

En já, nú fer stóra stundin að bresta á og ég er búin að hita Gráu Tussuna vel og vandlega. Er samt enn að mana mig upp í að biðja yfirmann minn um að leyfa mér að hætta á hádegi á morgun. Shit hvað ég er mikil yfirmannsgunga :(

Bestu shippoghojkveðjur úr kóksullinu, Tulla Krulla :)

jennzla sagði...

Jáhh það er bara komin samkeppni!!!

Þá verður maður að bretta upp ermarnar og spýta í lúkurnar!

En ég vil fá undanþágu frá að kommenta við hverja færslu þar sem ég er ekki nettengd að staðaldri.

Hins vegar get ég lofað þér því að ég hef alltaf kommentað hingað til þegar ég er nettengd og býst sterklega við að halda því áfram.

Og hér er nú ekki dónakjaftinum fyrir að fara...ekki eins og þú spreðaðir yfir mína síðu...greinilega alveg sama þó að mín síða verði kærð fyrir barnaverndarnefnd (en það er kannski allt í lagi, vinnur ekki Hrefna Friðriks þar?)

Hlakka til að sjá þig í Dalnum fagra og býst ekkert við að sjá þig fyrr en þá þar sem ég hef ekki einu sinni tíma til að sofa þangað til...án djóks!

Knús og kramin padda ;o)

Guðrún Sóley Sigurðardóttir sagði...

vúhúúú

ég er að hugsa um að endurvekja aðdáendasíðu mína guggamoff.tk sem eitt sinn var starfrækt (án gríns, frænka mín gerði það að mér óafvitandi)

eða þú veist...þið gætuð líka alveg gert það

hoho mont