hefði aldrei trúað því að ég gæti skemmt mér jafn vel í skóla
þetta er ótrúlegt
allt sem ég vil og meira til
jei
fyrstu tökur á morgun, svo er ég auðvitað úti alla næstu viku svo ég missi af þeirri viku í kennslu á stuttmyndinni minni...kem svo heim og fer beint í tökur á henni og eftirvinnslu og svo frumsýning 15.!
svo eru auðvitað sýningar á Eyjunni um helgina fyrir þá sem ekki enn hafa komið, laugardag kl 18 í Hellisgerði Hfj og sunnudag kl 20 á sama stað.
svo er ég með fréttir..........
að öllum líkindum er ég að fara að vera fátækast EN hamingjusamasti námsmaður í heimi...jább er örugglega að fara að leigja ásamt aðal-krúinu
verðum fjögur í krúttaralegri íbúð með kött og allt saman, svo ætlum við Rósa að sjálfsögðu að fara að punga út krökkum alveg villt og galið til að fylla húsið
kommúna með ketti og krökkum...gerist varla betra
flytjum inn 1. nóvember svo nú er bara spara spara spara
við eigum samt enn eftir að finna réttu íbúðina svo ef einhver á íbúð með 3 svefnherbergjum á lausu þá erum við til!
en jæja...nú þarf ég að fara að halda áfram að undirbúa stuttmyndina mína
sjúbbídei
fimmtudagur, 28. ágúst 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Oj hvað verður gaman hjá ykkur!
Vona að þú hefir komist heim til þín í gær eða fengið góða útlitsreddingu hjá Rósu ;o)
Ekkert ömurlegra en að líta út eins og maður sé að koma af djamminu...daginn eftir!
Gaman að sjá ykkur í gær, enda blaðraði ég ykkur bara á 100km/klst niður í bæ!
take care sugahhhhhhhh!
Skrifa ummæli