miðvikudagur, 20. febrúar 2008

Hippalingur

Vóóó...
það er fátt sem mér finnst svalara, eða heitara.., hér á jarðríki en hippar, dreddar, náttúrubörn og listaspýrur.

Til að gera langa sögu stutta (svona til að bæta fyrir fyrrum mistök) þá skulum við segja að ég hafi farið á Kommúnuna í gær.

Kommúnan=
hippalingar
...í hrúgum
reykkelsi, gras og plötur
...hippastemmning dauðans
typpalingar
...reyndar bara einn en þið vitið...
sviti, úfin hár og frelsi
...partý on

og halló
Gael Garcia Bernal!


(ef þú ert að lesa þetta Gael, þá er ég ekki sjúk)...en halló við erum að tala um fjögurra sekúndna dásamlegt augnsamband í uppklappinu.

Var næstum því búin að pota í hann í hvert skipti sem hann gekk útaf (sat úti á enda á öðrum bekk, þar sem fólk gekk útaf sviðinu) með sama putta og ég potaði í dverginn og Sean Lennon (er að safna) en gerði það ekki...djöfull.

En þá er aðeins eitt að gera,
finna hann og pota í hann! Jafnvel eitthvað meira...en það er allt undir honum komið.

En ég sá hann, hann sá mig, bæði síðhærð, úfin, tætt...ég sé ekki hvað ætti að standa í vegi fyrir sannri ást.

FJÓRAR SEKÚNDUR HALLÓ!




Smá auka skilaboð fyrir þann sem skilur...

Te quiero mucho y le estoy esperando

1 ummæli:

jennzla sagði...

Ég sé hann á mánudaginn, á ég að skila kveðju?

Svo get ég kannski potað í hann og ekki þvegið fingurinn og svo færð þú að pota á fingurinn á mér og þá ertu komin með smá Gael á þig...reyndar með smá Jenný líka þá en það er bara þannig...ef þú færð Gael þá fylgir Jenný með...hei er ekki hægt að markaðsetja þetta??