miðvikudagur, 30. júlí 2008

Skóli

Massachusetts

það tók mig svona korter að skrifa þetta rétt

en já skólinn er s.s í Massachusetts (copy paste) og ég er að öllum líkindum að fara í febrúar

þeir buðu mér samt að koma í september
but no can do

er búin að lofa mér í alltof mörg verkefni

ætla samt að halda því leyndu vhaða skóli þetta er þar til ég er búin að fá eitt stórt JÁ ÞÚ ERT KOMIN INN..

---

en hey

general á Eyjunni á morgun

frumsýning á Akureyri á laugardag

þetta er allt að skella á

fokksjittfokk

þriðjudagur, 29. júlí 2008

Hamingja

ég var að fá svar frá leiklistarskóla úti

þau elska mig

og bráðum kemur í ljós hvort þau elska mig nógu mikið til að leyfa mér að koma

þetta er allt það sem mig dreymir um og meira en það

jíha

sunnudagur, 27. júlí 2008

..

allt rugl afstaðið og búið að leysa úr ofvaxna vandamálinu
eða svona semí
það er allavega ekki að valda svefnleysi og taugaveiklun hjá minni

þá er það bara litla vandamálið og svo tekur gleðin við

ég er að lesa mér til um taóisma
ef ég gæti sett sjálfa mig í einhvern hóp tengdum trúarbrögðum myndi ég sennilega vera undir taóismanum
mæli með því að þið lesið um þetta

og ég er búin að taka ákvörðun
alltaf að taka ákvarðanir

ég ætla að gefa skít í allt og alla og gera það sem ég vil. punktur. eða...kannski meira svona ekki láta álit annarra skemma fyrir mér og hafa það mikil áhrif á mig að ég fokki öllu upp.

gleði gleði og hamingjan drýpur af trjánum.

nú ætla ég að fara að sofa og vakna fersk í fyrramálið

Þreyta

Ég er nánast ekkert búin að sofa síðan á föstudaginn.
Hinsvegar er ég búin að gera flest annað síðan þá og heimurinn er á haus akkúrat núna.
Og það er mér að kenna. Engum öðrum nema sjálfri mér að kenna.

Skrýtið hvernig allt getur verið frábært aðra mínútuna og svo gjörsamlega ónýtt þá næstu
útaf einhverju algjöru rugli sem maður hefur sjálfur komið sér í

Og vandamálin...
Maður er alltaf með einhver vandamál hversu lítil sem þau eru

Svo tekur maður þátt í einhverju rugli og allt í einu er maður með risavaxið vandamál á herðunum sem maður kann ekki að takast á við
Þegar maður er loksins búinn að finna leiðina til þess að redda málunum þá kemur upp annað vandamál,
svo stórt að fyrra vandamálið er allt í einu einskis virði
Maður hefur ekki hugmynd um hvernig maður eigi að takast á við heiminn og þó maður geri tilraun til þess þá misheppnast hún
eða það er ekki hlustað á mann


þetta hljómar eins og það sé allt að verða vitlaust hjá mér núna
málið er bara að þannig er það

---

laugardagur, 26. júlí 2008

Sjúkdómur

ég er með sjúkdóm

dæmd til að vera sjúk

bara orðið hræðir mig

ég vona að ég sé með sjúkdóminn sem ég held að ég sé með en ef ekki þá er það eitthvað annað því ég er ekki alveg í eðlilegu ástandi
málið er bara það að ég þori ekki í blóðprufu til að láta athuga þetta
því ég höndla ekki blóð
og ekki nálar heldur
né lækna
og hvað þá þegar læknir er að pumpa blóði útúr mér með feitri nál

þannig ég er bara sjúk og veit af því en geri ekkert í málinu

bráðum poppa augun útúr hausnum á mér og ég verð eins og þessar konur
eða þú veist...
en þetta eru samt actually myndir af þessu
skal skella inn nokkrum góðum af augunum á mér við tæki, bíðið spennt!

fimmtudagur, 24. júlí 2008

Saga dagsins

Tekið af mbl.is, mest lesnu fréttirnar:


Allsnakinn á Esjunni í 600 metra hæð
Maðurinn enn ófundinn
Réðist á konu og börn hennar
Hrefna barðist fyrir lífi sínu við hóp háhyrninga
Allt fór á versta veg

Vá ég las bara eina samfellda frásögn úr öllum þessum fyrirsögnum...

Allsnakti maðurinn á Esjunni er enn ófundinn. Réðist á konu og börn hennar. Hrefna (konan) barðist fyrir lífi sínu við hóp háhyrninga. Allt fór á versta veg.

---

töff

Dreymandinn

„Mikill titringur í dag"
er fyrirsögnin á frétt á mbl.is um skjálftahrinu í Grímsey. Ég held það bendi til eldgoss.

OG HVAÐ DREYMDI MIG???

vá...ef ég gæti fengið peninga fyrir svona lagað þá gæti ég actually keypt mér að borða kannski

án djóks, ég hef aldrei á minni löngu ströngu ævi verið svona fjári fátæk
samt held ég áfram að vera menningarleg, kaupa ljóðabækur, stunda kaffihús og fara á tónleika
reyndar er ég í klíkunni þannig ég borga ekki neitt
en hey þú veist
buddan er gjörsamlega tóm og kortið útbrunnið

en ég er hamingjusöm, mjög hamingjusöm, og það er fyrir öllu

og ég er líka í ruglinu sem er ótrúlega fyndið og ég hló að sjálfri mér í svona hálftíma áðan
það var mjög fyndið

hamingjudagar í hausnum á mér
má bjóða þér
að vera með??

---

frumsýning eftir tæpar tvær vikur..bráðum eftir viku...fokksjittfokk...það verður mega
og svo er auðvitað viðburður aldarinnar á næsta leyti og samningaviðræður í hámarki
sat einmitt í fimm tíma núna síðla kvölds
þrjú orð komu út úr því samtali
þrjú orð á fimm tímum
það kalla ég ansi gott

ókei vá ég er alveg í tómu tjóni hérna af eigin hamingju og heimsku, eða kannski bara mjög svakalega súrum svefngalsa..valsa..



það fyndasta í heimi er að kúka uppá bak
þá meina ég ekki bókstaflega
heldur bara rugla svo gjörsamlega upp í öllu og öllum að maður verður eins og algjör hálfviti
allavega svona eftir á
og ég er alveg að hlægja núna
váááá

hér með er ég hætt að drekka kók
og ég er hætt að borða nammi
og allt sem er gott

enda á ég enga aura svo ég er að hugsa um að gerast klósettpappírsæta í nokkra daga
svo á ég líka ansi góða og næringarríka tréliti

váá ekki taka mark á þessu
ég er í ruglinu
ruuuuuuuuuuglinu
og ég hló
upphátt
ein
alein
vei

þriðjudagur, 22. júlí 2008

...

Mig dreymdi að ég væri að berjast fyrir lífi mínu. Viðbjóðslegar rana-mannætur voru að reyna að éta mig í einhverju hrauni, en þangað hafði ég flúið úr brúðkaupsveislu eftir að móðir mín var búin að halda ræðu þar sem hún stakk öðrum fæti sínum ofan í súpudiskinn. Brúðkaupið var s.s. á Suðurlandi og það var farið að gjósa þarna úr einhverjum hólfum í hrauninu. Og ég hljóp út og ætlaði að ganga heim en þá var þetta ekki gos heldur einhverskonar mannætur. Og þær fundu einhverjar súkkulaðikúlur í hrauninu sem ég gaf þeim. Mjög súr draumur en ég var allveg drulluhrædd þegar ég vaknaði.

Ég held að þetta tengist þeirri staðreynd að ég borgaði 30.000 kall í bílaviðgerðir í gær. Jebb...og ég er drullublönk og átti ekki heimild fyrir síðustu greiðslunni í gær. Og við erum alveg að tala um að það á ennþá eftir að laga heilan haug og skoða bílinn líka þannig að ég reikna með öðrum 30.000 kalli í dag....

og ég fæ í mesta lagi svona 5.000 kall útborgað næstu mánaðarmót því ég er búin að vera í þriggja vikna sumarfríi.

jebb ég er í djúpum skít, spurning hvort hasarinn í draumnum hefði verið skárri..?

----------------

takið 16. ágúst frá kæru vinir. ég þarf á aðstoð ykkar að halda þann dag.

mánudagur, 21. júlí 2008

Eins dauði er annars brauð

Þið sem lásuð færsluna hér á undan vissuð af því að ég ætlaði að fara í bílamál í dag, morgun og hinn.

Í gær gaf bíllinn minn upp öndina. Hann er algjörlega óhreyfanlegur og gefur frá sér mjög furðuleg hljóð sem helst líkjast mjög svo píndu dýri. Ég trúi þessu ekki. Og ég sem ætlaði með hann á spítala í dag!

Ég legg til einnar mínútu þagnar.

----

Hvernig í fjandanum á ég að koma bílnum á verkstæði??? Það er ekki einu sinni hægt að beygja stýrið!

Þetta á eftir að kosta mig milljón

sunnudagur, 20. júlí 2008

Allt að gerast

úff
ég eyðilagði backspace takkann á tölvunni minni

---

var að koma heim úr æfingabúðum með leikfélaginu Sýni. Gekk mega vel, í besta veðri sem hugsast getur og með frábæru fólki.

Komst að ýmsu um Selfyssinga og m.a. því að sögusagnir um hnakka og sportbílaakstur er mjög svo sannur. Ein ung dama sem ég átti stuttar samræður við steig ekki alveg í vitið greyið og trúði því að ég væri Grænlendingur,...

eeen nú er ég komin heim, þreyttari en allt og á þó eftir að gera heilan haug. Ætla að klára bílamál á morgun og fara til læknis. Hinn daginn ætla ég svo að taka almennilega til bæði í íbúð og bíl og fara með bílinn í viðgerð. Hinn daginn ætla ég svo að vinna í skólamálum og lánamálum og fara með bílinn í skoðun. Hinn daginn ætla ég að njóta þess að vera á löglegu ökutæki, með planaða framtíð og heilbrigðan líkama. Þeir sem vilja fagna þessum mjög svo merka áfanga í lífi mínu geta mætt við Hegningarhúsið á hádegi.

Þar munum við hrópa, hósta, hoppa, hanga og hafa heví happy hour á hádegi við Hegningarhúsið.

H er töff. Enda er það stafurinn fyrir töff kallinn á msn. (H) og maður sigrar heiminn.

föstudagur, 18. júlí 2008

Lífið er lykkjufall

segir Megas og ég er sammála. Við því er ekkert að gera, nema bara njóta þess, líða eins og portkonu og stækka gatið...eða þá bara naglalakka fyrir og reyna að loka því.

Ég vaknaði í morgun alveg eiturhress og skellti mér í Bónus. Var með nettan hnút í maganum því ég þurfti að versla fyrir alveg fimm manna "fjölskyldu" og það er ég ekki vön að gera. En þetta heppnaðist ágætlega...svona fyrir utan óþolandi krakkann sem fannst óskaplega gaman að hlaupa framhjá körfunni minni, þegar ég sá ekki til, og henda drasli ofan í hana. Ég ætlaði að fara að kýla hann kaldann þegar móðirin birtist í öllu sínu veldi, bullandi sílíkon og aflitun á þeim bænum. Ég hörfaði skelkuð og rotaði mig á bananastandi. Jebb. Bananastandi.

Þegar ég kom að kassanum var ég með u.þ.b. tuttugu Haribo hlauppoka í körfunni minni sem krakkanum hafði tekist að troða þangað. Úffffffff...og við erum alveg að tala um að gæinn sem ég "hljóp" á og hálfrotaði mig svo á bananastandinum, stóð fyrir aftan mig í röðinni og þegar ég fór að týna upp alla hlauppokana og biðja afgreiðsludömuna um að taka við þeim, þá fékk hann endanlega staðfestingu á geðveiki minni.

Bónus-ekkert bruðl.


Ég skil ekki af hverju ég er ekki að fá borgað fyrir svona spons. Og já..sem minnir mig á það, mig vantar peninga, fullt af peningum. Ég er búin að íhuga ýmsar leiðir, tombólur, rán, betl og meira að segja búin að reyna að skipuleggja heljarinnar rán. Það rán átti nú reyndar ekkert að vera mikið heljarinnar heldur meira svona "allt í plati" og hirða svo peningana. Múhaha. En hey, ég er of góð fyrir svoleiðis svo þetta gekk ekki upp. Og auk þess er ég áttavilltari en Einar (áttavillti...ef þið fattið ekki, þá það) og gat því engan veginn búið til kort.

Svo...mig vantar vinnu. Ég er í vinnu og búin að ráða mig í vinnu til áramóta en mig langar í meiri meiri peninga og því betur launaða vinnu. Getur einhver aðstoðað mig? Get bara unnið um helgar og helst bara aðra hverja...en get þá líka alveg unnið bara 24 tíma þess vegna. Hvað sem er, nema það innihaldi fisk, fugla eða yfir höfuð dýr...

ÓKÍDÓK ÉG ER FARIN

Æ

er í mestu krísu í heimi
og veit engan veginn hvernig ég á að koma mér út úr henni

skemmtilegt

...

þriðjudagur, 15. júlí 2008

Klippikonan

Núna er ég búin að klippa tvo hausa á tveimur dögum. Og ég kann ekki baun að klippa.

Ég er líka búin að kaupa bók og lesa bók og það kemur um það bil aldrei til með að gerast aftur.

Og svo pantaði ég mér rúnasett sem ég átti að sækja í dag en gleymdi því svo.

---

Fyndið hvað draumarnir mínir virðast alltaf tákna akkúrat það sem er í gangi eða er að fara að gerast í lífi mínu. Dreymdi alveg stórfurðulegan draum sem ég hélt ég gæti aldrei sett í samhengi við það sem er í gangi núna en svo allt í einu smellur allt. Dásamlegt...eða ekki.

---

Ég þoli ekki hversu mikil áhrif álit annarra hefur á mann. Venjulega læt ég það mig engu máli skipta, reyni að vera hipp og kúl, svaka sjálfstæð og reyni að halda mig við það...en svo allt í einu hrynur allt.
Helst langar mig til þess að raka af mér allt hárið og ganga um í...ruslapoka...á höndum...bara til þess að mótmæla áliti fólks og segja: Hey, það er ekki ég sem er asnaleg heldur þið sem dæmið mig fyrir það.

Gott dæmi um þetta er konan sem ég sá í dag. Hún var með skegg. Enga brodda, ónei...alveg svona fimm sentimetra langt skegg. Og það var grátt.
Fyrst hugsaði ég oj, en sá viðbjóður, því ég er örugglega alveg jafn gagnrýnin á aðra eins og aðrir eru á mig...
en síðan hugsaði ég þetta nánar og sá þá að þessi skeggjaða kona stendur fyrir það sem ég vil vera núna. Mig langaði helst að stöðva umferð og gefa þessari konu bikar, en ég átti engan bikar og hefði örugglega ekki gert konunni gott með allri þessari athygli, þá gerði ég það ekki.

Og draumurinn sem mig dreymdi er að segja mér sömu hluti. Og klippingarnar tvær sem ég hef framkvæmt í dag og í gær. Og stjörnuspár og einhvernveginn allt!

og samt geri ég ekki baun nema væla yfir þessu öllu saman


þetta er samt heví fyndið:
http://www.youtube.com/watch?v=mdscCGfb62U

mánudagur, 14. júlí 2008

Leyndó

hey
ptsss

ég var að fá hjól
gefins
því var samt rænt

og hey
ptsss

ég klippti karlmann í morgun
hárið af
og það fyndna er
að hann er fiðlukennarinn minn

föstudagur, 11. júlí 2008

Ég er svo þroskuð...


er búin að hlægja að þessu í svona korter.


Ég á mér ekki líf þessa stundina, enda eru allir sem einhverju máli skipta í mínu lífi að gera eitthvað annað en að hanga með mér. Svo ég þarf ekkert að afsaka mig, þið kölluðuð þetta yfir ykkur.


fimmtudagur, 10. júlí 2008

Heima


ég fór í rútuna með tvo risavaxna húllahringi, einn sem ég bjó til alein já alveg sjálf, og einn handa litlu systur sem stóra systir bjó til.
Ég ætlaði nú aldeilis að sofa í þessari rútu og valdi mér því sæti fjarri öllum ljóshærðum, bláeygðum gömlum konum. Ég fékk að njóta þess í fimm mínútur, en þá komu inn fjórar danskar ungmeyjar sem röðuðu sér skemmtilega í kringum mig. Mjög hyggelig.

Þær töluðu dönsku í tvo og hálfan tíma, eða þar til við tókum hálftíma stopp og fjarlægðin á milli okkar var of mikil til þess að ég heyrði í þeim. Þá tók ég á það ráð að skipta um sæti, fór mun framar og fór svo út að fá mér að borða og sóla mig. Þegar ég kom inn aftur sat gamall maður í sætinu fyrir framan mig. Ég brosti til hans og hann greip um mittið á mér. GREIP UM MITTIÐ Á MÉR. Ekki mjög hyggelig. Ég var að því komin að kýla hann kaldan og fleygja honum öfugum útum rútuna (sem hefði verið erfitt því hann var bersýnilega ekki öfugur) en þá spyr kauði hvort ég "sé héðan úr Húnavatnssýslunni?"

Okei

A) Hvaða máli skiptir það?
B) Hvar í fjandanum er Húnavatnssýsla?

Þannig ég sagði einfaldlega "Nei, ég er úr Hafnarfirði" og bjóst við því að ég fengi frið. Það að ég væri úr Hafnarfirði fannst honum hinsvegar alveg ótrúlega merkilegt og rausaði uppúr sér "núúú" "jáááá" "Haafnaaarfiiirðiii" í svona korter. Á þessu korteri tókst mér að lauma mér í sætið fyrir aftan upphaflega sætið mitt til að forðast hann endanlega. But no. Hann gat ekki snúið sér við til að tala við mig svo hann gerði það ekki, heldur talaði bara við mig út í loftið.
Í alveg fjörutíu mínútur. Um FISKA.

Úffff....en svo sofnaði ég og svaf og svaf sem var gott.

Ég átti svo að mæta á fund hjá mömmu vinkonu minnar klukkan fimm, því vinkonan er búin að vera úti í Nýja-Sjálandi í eitt ár og við ætluðum að plana saman surprise-partý. En viti menn...ég og önnur vinkona mín mætum þarna í okkar mesta sakleysi, ég enn með rútusvitann á enninu og lyktaði eins og gamli kallinn, og móðir hennar tekur á móti okkur. Þetta var allt frekar furðulegt og hún sjálf frekar skrýtin en ég hélt að það væri kannski bara eitthvað stress eða eitthvað. En allavega, hún lætur okkur setjast við eldhúsborðið og byrjar eitthvað að spjalla um það hvað við viljum gera. Það var sem sagt von á vinkonunni eftir rúma viku. En viti menn, þegar við erum að ræða málin sé ég allt í einu tvær hendur birtast á stofuveggnum fyrir aftan mömmuna, og vinkonan hoppar fram!!! Við vorum svona fimm sekúndur að fatta hver þetta væri því við vorum í svo miklu sjokki, en við tóku hallærislegustu ÓMÆGOOD OMG OMG OMG öskur í heimi, sem eru greinilega sjokkviðbrögðin mín, mjög töff.

Hún kom sem sagt heim á miðnætti daginn áður og þær mæðgur höfðu ákveðið að snúa surpriseinu við og leika á okkur. Váááá þetta er rosalegt. Eftir mikið "omg omg omg" og "vá, ég trúi þessu ekki" jöfnuðum við okkur og við tók fjölskyldumatarboð. Og ég enn í rútugallanum...úfff. En það var ótrúlega gaman og dásamlegt að hún sé komin aftur og vá þetta var ekkert smá óvænt.
Svo þurfti ég að rjúka á leiklistaræfingu en eftir það var kaffihús og bíltúr og endalaust spjall. Allt eins og áður -ekkert breytt og það er eins og þetta ár hafi aldrei verið. Vá.

En allavega...ég veit ekkert hvað ég á af mér að gera núna. Íbúðin mín er á hvolfi en ég nenni ekki að gera neitt. Samt hef ég í raun allan daginn...það er pínu sorglegt.

omg.

þriðjudagur, 8. júlí 2008

XXX LAX XXX

Vaknaði um hádegi og steig út á hlað. Hér í sveitinni er hlaðið eini staðurinn sem hægt er að ná símasambandi á. Það er dásamlegt. Þar sem ég stóð í sakleysi mínu og stimplaði inn númerið (eða í raun stimplaði ég ekki neitt þar sem nýji síminn minn er með snertiskjá og öllum andskotanum svo maður þurfi nú alveg örugglega ekki að ofreyna þumalfingurinn) þá heyrði ég hljóð í fugli. Fugli! Það myndi manni nú ekki þykja ósennilegt í sveitinni en þar sem ég er alvarlega haldin af fuglafóbíu þá hoppaði ég til á hlaðinu og fór í "Kung-Fu alltaf tilbúin" stellinguna mína. Þá sé ég hvar skoppar til mín stór fugl með enn stærri gogg, ég held hann heiti Tjaldur en hann var nú ekkert að kynna sig með nafni blessaður, og hann æpir á mig. Æp æp æp segir hann og stekkur einu skrefi nær í hverju æpi. Ég var um það bil að fríka út þegar ég náði loks sambandi við Tullu sem var að vakna hinum megin á línunni. Fjúfff...nú gat ég deilt raunum mínum með einhverjum öðrum en árásarmanninum..árásarfuglinum.

Tulla stígur nú ekkert sérlega í vitið, svona venjulega, en í þessu samtali hafði hún ýmislegt til málanna að leggja (vá þessi setning hljómar eins og ég sé ótrúlega gáfuð manneskja) Hún sagði að sennilega væri ég nálægt hreiðri fuglsins og því væri það ég sem væri að ógna honum en ekki hann mér. Pff sagði ég og steig skrefi nær húsinu þar sem fuglinn var farinn að narta í mig. Síðan hljóp ég nokkur skref og þá flaug fuglinn í burtu. "Hahh! Ég vann!" hugsaði ég og steig upp á ímyndaða verðlaunapallinn minn.

Um það leyti sem ég var að taka á móti bikarnum rann bíll systur minnar í hlað. Þau fóru sem sagt út að veiða klukkan sex í morgun. Ég var nú ekkert mikið að kippa mér upp við það að þau væru komin enda var ég á kafi í æsispennandi samtali við Tullu. Systir mín, sem ætti nú að vita manna best hversu hrædd ég er við fiska, hoppar útúr bílnum, án þess að ég sjái, og sveiflar svo framan í mig 12 PUNDA LAXI!!!!!! FUUUUUUCK mér er skítsama um laxinn en halló halló ég fékk taugaáfall, móðursýkiskast og alvarlegar hjartatruflanir sem ollu því að ég var næstum búin að stíga á fjandans hreiðrið.

Fiskur og fugl á innan við fimm mínútum.
Það er verið að reyna að drepa mann hérna. Ég er að segja ykkur það.

mánudagur, 7. júlí 2008

Rúta framhald

Það voru ca 15 manns í rútunni, nokkrir hrjótandi Spánverjar, eitt furðulegt par sem ég gat engan veginn áttað mig á hvaðan þau væru, einn hjólandi Japani, þrír frekir Þjóðverjar, einn Rússneskur róni, tvær sænskar ömmur...og ég.

Ég valdi mér sæti fyrir framan sænsku fljóðin, sem voru ein mestu mistök lífs míns. Ég var gjörsamlega ósofin og ætlaði mér að sofa alla leiðina but nooooo þær prottuðu nebblilega svenska hele tiden og það versta var að ég skildi um hvað þær væru að tala og það var svo hrikalega óáhugavert að þegar við vorum komin uppá Höfða var ég næstum því gengin út.

Ég hafði það voðalega huggulegt í fimm klukkustundir með sænskuna fyrir aftan mig og hrjótandi Spánverjana fyrir framan mig. Rússneski róninn fékk sér alltaf við og við göngutúr um rútuna svo loftræstingin í rútunni virkaði ekki baun og ég sat í einhverskonar alkóhólspolli alla leiðina. Hálftíma stoppið í Staðarskála var dásamleg lífsreynsla þar sem ég sat ein og skoðaði dauðar flugur.

Þetta hljómar eins og hræðileg lífsreynsla, sem þetta er í raun ekki, heldur ÖÐRUVÍSI lífsreynsla. Svona eins og þegar fólk er öðruvísi...

En allavega ég komst á leiðarenda og stóð eins og gæran í Stellu í orlofi úti við bensínstöð og beið þess að ég yrði sótt. Síðan var ég sótt og brunað með mig upp í veiðihús þar sem ég svo svaf í þrjá klukkutíma. Hér er ég samt líka pínu eins og ekki heima hjá mér því hér tala allir ensku svo allir skilji. Ein frönsk, einn hollenskur og svo fjórir fræknir Íslendingar...saman babla allir á óskiljanlegri ensku.

Það var dásamlegt.

Dagur tvö í orlofinu er hafinn og ég svaf til eitt. Núna þarf ég bara að íhuga hvað ég ætla af mér að gera, skrifa, fá mér labbitúr, fara í heita pottinn eða sánuna, fá mér að borða eða búa mér til húllahring. Já...hér er svo sannarlega nóg um að vera og allir rosa glaðir.

sunnudagur, 6. júlí 2008

Rúta...

er skemmtilegt fyrirbæri...í flestum tilvikum. T.d. þegar maður fer í skemmtilegt skólaferðalag, skoðunarferðir í útlöndum eða annað slíkt. Ég hef alltaf staðið í trú um það að rútur væri skemmtilegur ferðamáti...eða, þar til í dag.

Vaknaði eldspræk klukkan 06.40 við vælandi hunda í búrum. Hleypti þeim út og byrjaði að pakka og taka til. Ég var með hnút í maganum og leið eins og ég væri að fara í flug en það sorglega var að ég var að fara í rútu. Síðan var mér skutlað uppá BSÍ þar sem ég fékk fylgd í gegnum allt heila klabbið svo ég myndi nú ekki labba inn í vitlausa rútu, sem ég hefði annars gert.

Ég var eini Íslendingurinn.

föstudagur, 4. júlí 2008

Svik og prettir

Appelsínusvali er viðbjóður. Ef þið hafið einhverntíma staðið í þeirri trú um að hann væri góður (eins og ég gerði því miður í fjölda, fjölda ára) þá lifið þið í blekkingu. Smakkið hann núna og sannfærist. Hvílíkur viðbjóður.

Og það tvisvar í dag.

miðvikudagur, 2. júlí 2008

Hár

umm ókei

brátt verð ég búin að klífa öll fjöll í heimi og geimi
keypti mér svakalega úlpu í gær og gönguskórnir koma á morgun
síðan er það bara að dressa sig upp og halda á fjöll
pabbi heimtar það og ég hlýði bara

og já ég er búin að taka ákvörðun
það er alltaf svo gott að taka ákvarðanir, þó svo að þær standist kannski ekki alveg...

ég ætla sem sagt alveg pottþétt hundrað prósent og meira en það að fara eitthvað út að læra eftir áramót

bara strax eftir áramót og vera úti í að minnsta kosti þrjá mánuði

-----

ég komst að því í dag að "geðveikt" er víst orðið að tískuorði hjá tveggja ára börnum

þau geta sagt "geðveikt" en þau geta ekki sagt "bless"
bara "hæ" og "bæ" og "neeiii" og "geðveikt"

og svo má ekki gleyma mest hipp og kúl orðinu hjá þriggja ára "oh my good night"


(ókei ég veit þetta var glötuð færsla en ég hef ekkert að segja svo þið getið bara sjálfum ykkur um kennt að hafa lesið þetta)