þriðjudagur, 15. júlí 2008

Klippikonan

Núna er ég búin að klippa tvo hausa á tveimur dögum. Og ég kann ekki baun að klippa.

Ég er líka búin að kaupa bók og lesa bók og það kemur um það bil aldrei til með að gerast aftur.

Og svo pantaði ég mér rúnasett sem ég átti að sækja í dag en gleymdi því svo.

---

Fyndið hvað draumarnir mínir virðast alltaf tákna akkúrat það sem er í gangi eða er að fara að gerast í lífi mínu. Dreymdi alveg stórfurðulegan draum sem ég hélt ég gæti aldrei sett í samhengi við það sem er í gangi núna en svo allt í einu smellur allt. Dásamlegt...eða ekki.

---

Ég þoli ekki hversu mikil áhrif álit annarra hefur á mann. Venjulega læt ég það mig engu máli skipta, reyni að vera hipp og kúl, svaka sjálfstæð og reyni að halda mig við það...en svo allt í einu hrynur allt.
Helst langar mig til þess að raka af mér allt hárið og ganga um í...ruslapoka...á höndum...bara til þess að mótmæla áliti fólks og segja: Hey, það er ekki ég sem er asnaleg heldur þið sem dæmið mig fyrir það.

Gott dæmi um þetta er konan sem ég sá í dag. Hún var með skegg. Enga brodda, ónei...alveg svona fimm sentimetra langt skegg. Og það var grátt.
Fyrst hugsaði ég oj, en sá viðbjóður, því ég er örugglega alveg jafn gagnrýnin á aðra eins og aðrir eru á mig...
en síðan hugsaði ég þetta nánar og sá þá að þessi skeggjaða kona stendur fyrir það sem ég vil vera núna. Mig langaði helst að stöðva umferð og gefa þessari konu bikar, en ég átti engan bikar og hefði örugglega ekki gert konunni gott með allri þessari athygli, þá gerði ég það ekki.

Og draumurinn sem mig dreymdi er að segja mér sömu hluti. Og klippingarnar tvær sem ég hef framkvæmt í dag og í gær. Og stjörnuspár og einhvernveginn allt!

og samt geri ég ekki baun nema væla yfir þessu öllu saman


þetta er samt heví fyndið:
http://www.youtube.com/watch?v=mdscCGfb62U

Engin ummæli: