fimmtudagur, 10. júlí 2008

Heima


ég fór í rútuna með tvo risavaxna húllahringi, einn sem ég bjó til alein já alveg sjálf, og einn handa litlu systur sem stóra systir bjó til.
Ég ætlaði nú aldeilis að sofa í þessari rútu og valdi mér því sæti fjarri öllum ljóshærðum, bláeygðum gömlum konum. Ég fékk að njóta þess í fimm mínútur, en þá komu inn fjórar danskar ungmeyjar sem röðuðu sér skemmtilega í kringum mig. Mjög hyggelig.

Þær töluðu dönsku í tvo og hálfan tíma, eða þar til við tókum hálftíma stopp og fjarlægðin á milli okkar var of mikil til þess að ég heyrði í þeim. Þá tók ég á það ráð að skipta um sæti, fór mun framar og fór svo út að fá mér að borða og sóla mig. Þegar ég kom inn aftur sat gamall maður í sætinu fyrir framan mig. Ég brosti til hans og hann greip um mittið á mér. GREIP UM MITTIÐ Á MÉR. Ekki mjög hyggelig. Ég var að því komin að kýla hann kaldan og fleygja honum öfugum útum rútuna (sem hefði verið erfitt því hann var bersýnilega ekki öfugur) en þá spyr kauði hvort ég "sé héðan úr Húnavatnssýslunni?"

Okei

A) Hvaða máli skiptir það?
B) Hvar í fjandanum er Húnavatnssýsla?

Þannig ég sagði einfaldlega "Nei, ég er úr Hafnarfirði" og bjóst við því að ég fengi frið. Það að ég væri úr Hafnarfirði fannst honum hinsvegar alveg ótrúlega merkilegt og rausaði uppúr sér "núúú" "jáááá" "Haafnaaarfiiirðiii" í svona korter. Á þessu korteri tókst mér að lauma mér í sætið fyrir aftan upphaflega sætið mitt til að forðast hann endanlega. But no. Hann gat ekki snúið sér við til að tala við mig svo hann gerði það ekki, heldur talaði bara við mig út í loftið.
Í alveg fjörutíu mínútur. Um FISKA.

Úffff....en svo sofnaði ég og svaf og svaf sem var gott.

Ég átti svo að mæta á fund hjá mömmu vinkonu minnar klukkan fimm, því vinkonan er búin að vera úti í Nýja-Sjálandi í eitt ár og við ætluðum að plana saman surprise-partý. En viti menn...ég og önnur vinkona mín mætum þarna í okkar mesta sakleysi, ég enn með rútusvitann á enninu og lyktaði eins og gamli kallinn, og móðir hennar tekur á móti okkur. Þetta var allt frekar furðulegt og hún sjálf frekar skrýtin en ég hélt að það væri kannski bara eitthvað stress eða eitthvað. En allavega, hún lætur okkur setjast við eldhúsborðið og byrjar eitthvað að spjalla um það hvað við viljum gera. Það var sem sagt von á vinkonunni eftir rúma viku. En viti menn, þegar við erum að ræða málin sé ég allt í einu tvær hendur birtast á stofuveggnum fyrir aftan mömmuna, og vinkonan hoppar fram!!! Við vorum svona fimm sekúndur að fatta hver þetta væri því við vorum í svo miklu sjokki, en við tóku hallærislegustu ÓMÆGOOD OMG OMG OMG öskur í heimi, sem eru greinilega sjokkviðbrögðin mín, mjög töff.

Hún kom sem sagt heim á miðnætti daginn áður og þær mæðgur höfðu ákveðið að snúa surpriseinu við og leika á okkur. Váááá þetta er rosalegt. Eftir mikið "omg omg omg" og "vá, ég trúi þessu ekki" jöfnuðum við okkur og við tók fjölskyldumatarboð. Og ég enn í rútugallanum...úfff. En það var ótrúlega gaman og dásamlegt að hún sé komin aftur og vá þetta var ekkert smá óvænt.
Svo þurfti ég að rjúka á leiklistaræfingu en eftir það var kaffihús og bíltúr og endalaust spjall. Allt eins og áður -ekkert breytt og það er eins og þetta ár hafi aldrei verið. Vá.

En allavega...ég veit ekkert hvað ég á af mér að gera núna. Íbúðin mín er á hvolfi en ég nenni ekki að gera neitt. Samt hef ég í raun allan daginn...það er pínu sorglegt.

omg.

1 ummæli:

Unknown sagði...

Þegar maður getur gert ekkert þá á maður ekki að gera neitt þó að það sé drasl sem maður getur þrifið!

Sé þig í kveld!