19 ára menntaskólanemi, leiðbeinandi á leikskóla, fiðlunemandi, pistlahöfundur hjá Víkurfréttum síðan 2005, áhugaleikkona með fullt af félögum, formaður Leikfélags Hafnarfjarðar og ábyggilega eitthvað fleira.
Hef verið að skrifa leikrit síðan 2005 og unnið til ferna verðlauna fyrir verkin mín. Tvenn verkanna minna hafa verið sett upp hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar. Auk þess hef ég verið að skrifa greinar, sögur, ljóð og fleira síðustu fimm árin eða svo.
Í augnablikinu er ég að skrifa skáldsögu og leikrit í fullri lengd, ásamt því að vera stöðugt að skrifa styttri verk, sögur og ljóð.
Leikritunarformið heillar mig hvað mest, enda er áhuginn fyrir leikhúslífinu mikill.
Ég á mér ekki líf þessa stundina, enda eru allir sem einhverju máli skipta í mínu lífi að gera eitthvað annað en að hanga með mér. Svo ég þarf ekkert að afsaka mig, þið kölluðuð þetta yfir ykkur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli