Ég er nánast ekkert búin að sofa síðan á föstudaginn.
Hinsvegar er ég búin að gera flest annað síðan þá og heimurinn er á haus akkúrat núna.
Og það er mér að kenna. Engum öðrum nema sjálfri mér að kenna.
Skrýtið hvernig allt getur verið frábært aðra mínútuna og svo gjörsamlega ónýtt þá næstu
útaf einhverju algjöru rugli sem maður hefur sjálfur komið sér í
Og vandamálin...
Maður er alltaf með einhver vandamál hversu lítil sem þau eru
Svo tekur maður þátt í einhverju rugli og allt í einu er maður með risavaxið vandamál á herðunum sem maður kann ekki að takast á við
Þegar maður er loksins búinn að finna leiðina til þess að redda málunum þá kemur upp annað vandamál,
svo stórt að fyrra vandamálið er allt í einu einskis virði
Maður hefur ekki hugmynd um hvernig maður eigi að takast á við heiminn og þó maður geri tilraun til þess þá misheppnast hún
eða það er ekki hlustað á mann
þetta hljómar eins og það sé allt að verða vitlaust hjá mér núna
málið er bara að þannig er það
---
sunnudagur, 27. júlí 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli