Vaknaði um hádegi og steig út á hlað. Hér í sveitinni er hlaðið eini staðurinn sem hægt er að ná símasambandi á. Það er dásamlegt. Þar sem ég stóð í sakleysi mínu og stimplaði inn númerið (eða í raun stimplaði ég ekki neitt þar sem nýji síminn minn er með snertiskjá og öllum andskotanum svo maður þurfi nú alveg örugglega ekki að ofreyna þumalfingurinn) þá heyrði ég hljóð í fugli. Fugli! Það myndi manni nú ekki þykja ósennilegt í sveitinni en þar sem ég er alvarlega haldin af fuglafóbíu þá hoppaði ég til á hlaðinu og fór í "Kung-Fu alltaf tilbúin" stellinguna mína. Þá sé ég hvar skoppar til mín stór fugl með enn stærri gogg, ég held hann heiti Tjaldur en hann var nú ekkert að kynna sig með nafni blessaður, og hann æpir á mig. Æp æp æp segir hann og stekkur einu skrefi nær í hverju æpi. Ég var um það bil að fríka út þegar ég náði loks sambandi við Tullu sem var að vakna hinum megin á línunni. Fjúfff...nú gat ég deilt raunum mínum með einhverjum öðrum en árásarmanninum..árásarfuglinum.
Tulla stígur nú ekkert sérlega í vitið, svona venjulega, en í þessu samtali hafði hún ýmislegt til málanna að leggja (vá þessi setning hljómar eins og ég sé ótrúlega gáfuð manneskja) Hún sagði að sennilega væri ég nálægt hreiðri fuglsins og því væri það ég sem væri að ógna honum en ekki hann mér. Pff sagði ég og steig skrefi nær húsinu þar sem fuglinn var farinn að narta í mig. Síðan hljóp ég nokkur skref og þá flaug fuglinn í burtu. "Hahh! Ég vann!" hugsaði ég og steig upp á ímyndaða verðlaunapallinn minn.
Um það leyti sem ég var að taka á móti bikarnum rann bíll systur minnar í hlað. Þau fóru sem sagt út að veiða klukkan sex í morgun. Ég var nú ekkert mikið að kippa mér upp við það að þau væru komin enda var ég á kafi í æsispennandi samtali við Tullu. Systir mín, sem ætti nú að vita manna best hversu hrædd ég er við fiska, hoppar útúr bílnum, án þess að ég sjái, og sveiflar svo framan í mig 12 PUNDA LAXI!!!!!! FUUUUUUCK mér er skítsama um laxinn en halló halló ég fékk taugaáfall, móðursýkiskast og alvarlegar hjartatruflanir sem ollu því að ég var næstum búin að stíga á fjandans hreiðrið.
Fiskur og fugl á innan við fimm mínútum.
Það er verið að reyna að drepa mann hérna. Ég er að segja ykkur það.
þriðjudagur, 8. júlí 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Orðatiltækið "þetta er hvorki fugl né fiskur" á klárlega ekki við hérna...
Bestu kveðjur, Tulla :)
Já það er hættulegt að lifa í sveitinni!
Skrifa ummæli