mánudagur, 7. júlí 2008

Rúta framhald

Það voru ca 15 manns í rútunni, nokkrir hrjótandi Spánverjar, eitt furðulegt par sem ég gat engan veginn áttað mig á hvaðan þau væru, einn hjólandi Japani, þrír frekir Þjóðverjar, einn Rússneskur róni, tvær sænskar ömmur...og ég.

Ég valdi mér sæti fyrir framan sænsku fljóðin, sem voru ein mestu mistök lífs míns. Ég var gjörsamlega ósofin og ætlaði mér að sofa alla leiðina but nooooo þær prottuðu nebblilega svenska hele tiden og það versta var að ég skildi um hvað þær væru að tala og það var svo hrikalega óáhugavert að þegar við vorum komin uppá Höfða var ég næstum því gengin út.

Ég hafði það voðalega huggulegt í fimm klukkustundir með sænskuna fyrir aftan mig og hrjótandi Spánverjana fyrir framan mig. Rússneski róninn fékk sér alltaf við og við göngutúr um rútuna svo loftræstingin í rútunni virkaði ekki baun og ég sat í einhverskonar alkóhólspolli alla leiðina. Hálftíma stoppið í Staðarskála var dásamleg lífsreynsla þar sem ég sat ein og skoðaði dauðar flugur.

Þetta hljómar eins og hræðileg lífsreynsla, sem þetta er í raun ekki, heldur ÖÐRUVÍSI lífsreynsla. Svona eins og þegar fólk er öðruvísi...

En allavega ég komst á leiðarenda og stóð eins og gæran í Stellu í orlofi úti við bensínstöð og beið þess að ég yrði sótt. Síðan var ég sótt og brunað með mig upp í veiðihús þar sem ég svo svaf í þrjá klukkutíma. Hér er ég samt líka pínu eins og ekki heima hjá mér því hér tala allir ensku svo allir skilji. Ein frönsk, einn hollenskur og svo fjórir fræknir Íslendingar...saman babla allir á óskiljanlegri ensku.

Það var dásamlegt.

Dagur tvö í orlofinu er hafinn og ég svaf til eitt. Núna þarf ég bara að íhuga hvað ég ætla af mér að gera, skrifa, fá mér labbitúr, fara í heita pottinn eða sánuna, fá mér að borða eða búa mér til húllahring. Já...hér er svo sannarlega nóg um að vera og allir rosa glaðir.

Engin ummæli: