sunnudagur, 20. júlí 2008

Allt að gerast

úff
ég eyðilagði backspace takkann á tölvunni minni

---

var að koma heim úr æfingabúðum með leikfélaginu Sýni. Gekk mega vel, í besta veðri sem hugsast getur og með frábæru fólki.

Komst að ýmsu um Selfyssinga og m.a. því að sögusagnir um hnakka og sportbílaakstur er mjög svo sannur. Ein ung dama sem ég átti stuttar samræður við steig ekki alveg í vitið greyið og trúði því að ég væri Grænlendingur,...

eeen nú er ég komin heim, þreyttari en allt og á þó eftir að gera heilan haug. Ætla að klára bílamál á morgun og fara til læknis. Hinn daginn ætla ég svo að taka almennilega til bæði í íbúð og bíl og fara með bílinn í viðgerð. Hinn daginn ætla ég svo að vinna í skólamálum og lánamálum og fara með bílinn í skoðun. Hinn daginn ætla ég að njóta þess að vera á löglegu ökutæki, með planaða framtíð og heilbrigðan líkama. Þeir sem vilja fagna þessum mjög svo merka áfanga í lífi mínu geta mætt við Hegningarhúsið á hádegi.

Þar munum við hrópa, hósta, hoppa, hanga og hafa heví happy hour á hádegi við Hegningarhúsið.

H er töff. Enda er það stafurinn fyrir töff kallinn á msn. (H) og maður sigrar heiminn.

Engin ummæli: