Mig dreymdi að ég væri að berjast fyrir lífi mínu. Viðbjóðslegar rana-mannætur voru að reyna að éta mig í einhverju hrauni, en þangað hafði ég flúið úr brúðkaupsveislu eftir að móðir mín var búin að halda ræðu þar sem hún stakk öðrum fæti sínum ofan í súpudiskinn. Brúðkaupið var s.s. á Suðurlandi og það var farið að gjósa þarna úr einhverjum hólfum í hrauninu. Og ég hljóp út og ætlaði að ganga heim en þá var þetta ekki gos heldur einhverskonar mannætur. Og þær fundu einhverjar súkkulaðikúlur í hrauninu sem ég gaf þeim. Mjög súr draumur en ég var allveg drulluhrædd þegar ég vaknaði.
Ég held að þetta tengist þeirri staðreynd að ég borgaði 30.000 kall í bílaviðgerðir í gær. Jebb...og ég er drullublönk og átti ekki heimild fyrir síðustu greiðslunni í gær. Og við erum alveg að tala um að það á ennþá eftir að laga heilan haug og skoða bílinn líka þannig að ég reikna með öðrum 30.000 kalli í dag....
og ég fæ í mesta lagi svona 5.000 kall útborgað næstu mánaðarmót því ég er búin að vera í þriggja vikna sumarfríi.
jebb ég er í djúpum skít, spurning hvort hasarinn í draumnum hefði verið skárri..?
----------------
takið 16. ágúst frá kæru vinir. ég þarf á aðstoð ykkar að halda þann dag.
þriðjudagur, 22. júlí 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli