miðvikudagur, 2. júlí 2008

Hár

umm ókei

brátt verð ég búin að klífa öll fjöll í heimi og geimi
keypti mér svakalega úlpu í gær og gönguskórnir koma á morgun
síðan er það bara að dressa sig upp og halda á fjöll
pabbi heimtar það og ég hlýði bara

og já ég er búin að taka ákvörðun
það er alltaf svo gott að taka ákvarðanir, þó svo að þær standist kannski ekki alveg...

ég ætla sem sagt alveg pottþétt hundrað prósent og meira en það að fara eitthvað út að læra eftir áramót

bara strax eftir áramót og vera úti í að minnsta kosti þrjá mánuði

-----

ég komst að því í dag að "geðveikt" er víst orðið að tískuorði hjá tveggja ára börnum

þau geta sagt "geðveikt" en þau geta ekki sagt "bless"
bara "hæ" og "bæ" og "neeiii" og "geðveikt"

og svo má ekki gleyma mest hipp og kúl orðinu hjá þriggja ára "oh my good night"


(ókei ég veit þetta var glötuð færsla en ég hef ekkert að segja svo þið getið bara sjálfum ykkur um kennt að hafa lesið þetta)

2 ummæli:

jennzla sagði...

Ætlaru að verða fjallabröltari?

Hlýtur að geta farið til Nepal eftir áramót og lært fjallgönguleiðsögn!

Og Sibylle er kennari í skólanum sem leikstýrir öllum uppsetningunum þar...þannig á söngskólamælikvarða ertu kannski pínu heimsk, en það er bara því þú ert í þínum heimi ekki söngskólaheiminum, þannig þú ert alltaf heima hjá þér í þínum eigin heimi og þess vegna heimsk á söngskóla-heimska-mælikvarðanum...!

Sí?

Guðrún Sóley Sigurðardóttir sagði...

umm já það væri ágætis hugmynd að læra fjallgönguleiðsögn
ef ég væri ekki svona fjári lofthrædd og áttavillt...

og bíddubíddu ertu ekki að fara í inntökupróf í leiklistinni!?!? er ég kannski ALVEG að misskilja

ég skil samt Sí...ekki stúdent í spænsku fyrir ekki neitt