fimmtudagur, 25. desember 2008
Fyrir Gumma
sunnudagur, 9. nóvember 2008
fimmtudagur, 30. október 2008
Bíddu við...
snjór
krapi
kuldi
en þó allt svo dásamlegt
leikstýrði stuttmynd síðustu helgi úti á landi
allir týndir
bíllinn fastur
maturinn búinn
fjórir bændur að reyna að losa bílinn
endaði með dráttabíl frá borganesi upp á 10.000 krónur
en þó allt svo dásamlegt
Támína er enn í fullu fjöri og lætur sterana ekkert á sig fá
lýtalæknir á næstunni
party on
föstudagur, 24. október 2008
Skugga-Sveinn
stútfullt, allir ótrúlega ánægðir og áhorfendur í skýjunum
2. sýning í gær og sama saga
dásamlegt
tásan mín er enn í hönk og móðir mín er búin að panta tíma hjá lýtalækni fyrir hana
það er fyndið
annars er fátt að frétta
skólinn er fáránlega skemmtilegur og ég er að skrifa handrit núna að myndinni minni í fullri lengd
er svo að fara að leikstýra mynd úti á landi alla helgina og bara þið vitið
eintóm gleði og hamingja
er reyndar hundlasin en það er allt í lagi, maður harkar það af sér...
fylgist með á kopleik.is og komið á sýningu, eigið ekki eftir að sjá eftir því!
sunnudagur, 12. október 2008
Korter
ég gekk út klukkan tólf, alblóðug og útgrátin
jább ég ER ótrúlega töff
það kom sem sagt læknir og kíkti á mig og úrskurðaði ofholdgunina í tánni það mikla að það væri ekkert hægt að gera nema "skera burt allt hold, skrapa upp naglbeðinn og brenna svo fyrir"
eins ótrúlega spennandi og það hljómar þá spurði ég hvort hann væri að grínast
hann sagði nei
hló samt smá og sagðist deyfa mig vel svo ég ætti ekki að finna fyrir neinu
ég lagðist á gamla góða bekkinn og harkaði af mér í gegnum deyfinguna
sami skammtur og sami staður og síðast svo þetta var svo sem ekkert nýtt
hann fer og ég "hinkra" í korter, sem var álíka skemmtilegt og að bíða eftir strætó
þegar hann kemur aftur prófar hann að snerta á mér tána
beint í sárið til að athuga hvort deyfingin væri orðin fín fyrir aðgerðina
hann potaði bara svona létt og ég fann algjörlega fyrir því, deyfingin var ekkert farin að virka
þá setti hann helmingi meira af deyfingu og sagðist vera búinn að stútfylla á mér tána
aftur var ég látin "hinkra" í korter
hann kemur aftur, fullviss um að táin sé orðin algjörlega tilfinningalaus, sleppir því að pota og tekur strax upp hnífinn og sker í
ég öskra
tár á hvarma
deyfingin virkar ekki baun segi ég og finn fyrir öllu
hann segir að þetta sé rosalega skrýtið, tekur deyfisprautuna og stingur á bólakaf í sárið
ég kippist til af sársauka og hann segir mér að "hinkra"
blóðið vætlar úr sárinu og ég engist um í þetta frábæra korter
hann kemur inn í þriðja sinn, potar í sárið og ég finn fyrir öllu
hann segist ekki skilja þetta, hann geti ekki sett meiri deyfingu því það megi ekki, segir eina ráðið að bíta á jaxlinn og harka af mér
HARKA AF MÉR????
og svo hófst helvíti
hann sem sagt var með hníf á kafi í tánni á mér og ég fann fyrir öllu saman
hann skar og djöflaðist, tók svo risastórt járnáhald sem hann notar til að "skafa upp naglbeðinn" með og tróð því ofan í herlegheitin
blóð um allt og tár á hvarma
þegar ég hélt að þetta gæti ekki versnað og að lífi mínu væri lokið tók hann hnífinn og járndraslið út úr tánni og tróð risabómull með spritti ofan í
mmm kósý
hann brosti og sagði að nú væri þetta að vera búið
ég spurði hvort hann væri búinn að skera allt holdið burt og hann sagði já
samt prófaði hann svona aðeins að pota í sárið með hnífnum til að vera alveg viss
hann hætti svo og sagðist vera búinn
ég andaði léttar en tárin héldu áfram að streyma
þá bað hann hjúkkuna um lapiserdótið, hjúkkan náði í plastpoka og í honum voru svona eins og grillpinnar
grillpinnar, hugsaði ég og spurði hann hvað þetta væri
hann sagði að þetta væri notað til að brenna fyrir sárið
og síðan stakk hann grillpinnanum á bólakaf í tánna á mér svona hundrað sinnum því pinninn brennir svo lítinn part í einu
þá hélt ég í alvöru að ég myndi deyja
hann kláraði þetta sem tók svona eilífð og sagði svo að nú þyrfti sárið að fá að blæða
hann sagði mér að "hinkra" í korter
ég hélt hann væri að grínast en þá yfirgáfu hann og hjúkkan herbergið og ég lá ein eftir með Brján alblóðugan og við erum að tala um ásýnd sláturhúss þarna á tánni á mér
svona tveir lítrar af blóði takk fyrir
og jájá allt í lagi ég skal hinkra í korter lalala...
DAUÐI
síðan kom hann aftur, sprittaði þetta, pakkaði mér inn og sagði mér að koma aftur á mánudaginn í tékk
ég staulaðist út, með tár um allt og kökk í hálsinum
keyrði heim á tíu því ég gat ekki ýtt á bensíngjöfina almennilega af sársauka
kom heim, lagðist upp í sófa, hringdi og vældi í mömmu og lá þar það sem eftir leið dags
og ég bara lá
gat ekki einbeitt mér að neinu fyrir sársauka
og svo þarf ég að koma til þeirra núna annan hvern dag í allavega tvær vikur að fá sterakrem og láta skera meira ef þarf...dásamlegt
frumsýning næstu helgi þar sem ég þarf að hoppa og skoppa á himinháum skóm
en þið vitið, allir að brosa því það er kreppa og þá eiga allir að vera haaaaamingjusamir jeeei
fimmtudagur, 9. október 2008
Solla bolla og Támína...
--
Ég kann bókina utanbókar og gæti teiknað allar myndirnar upp, svo mikið elskaði ég þessa bók sem krakki...og geri enn. Samt er þetta ömurlegur söguþráður, leiðinlegar myndir af feitum, frekum börnum og illa teiknuð stóra tá. En Solla er bara svo agalega krúttleg þrátt fyrir allt og Támína slær öll met.
Ekki laust við að maður geti samsvarað sig þeim stöllum eins og ástandið er á mér núna. Sambandi mínu við mína stóru tá er þó engan veginn hægt að líkja við samband Sollu og Támínu. Ég hata ljótu tána mína sem ég hef hér með skírt Brján. Brjánn er búinn að gera mér lífið leitt í næstum því þrjár vikur núna og er hann nú skæðari en nokkru sinni fyrr. Hann gerir allt til að kvelja mig eins mikið og hann getur, ælir út úr sér marglitum vökva og fjölgar sér eins og honum væri borgað fyrir það. Hann hefur aldrei farið með mér í bíó eða að kaupa nammi eða neitt slíkt. Reyndar á ég ekki við félagsleg vandamál að stríða en HEY! ég væri alveg til í aðeins betra samband við Brján. Ef ég gæti hent honum í ruslið væri ég búin að því. En það er ekki hægt. Ég er búin að fara níu sinnum til læknis vegna hans og þarf að koma á tveggja daga fresti næstu vikurnar. Og í hvert skipti sem ég mæti léttist buddan (eða vasinn þar sem ég á enga buddu..) allverulega þar sem hver heimsókn kostar mig 1000 krónur. Fyrir þessar 1000 krónur fæ ég eitt stykki ,,Góðan daginn, hvernig hefurðu það í dag?", einn ljótan plástur, einn ljótan teygjustrokk, tvær ræmur af plástri og eitt stykki ,,Þá er þetta komið, við sjáumst eftir tvo daga".
Já...svo Gummi, þetta með Sollu bollu og Támínu var alveg rétt hjá þér. Við eigum sumt sameiginlegt. Og annað ekki...
þriðjudagur, 7. október 2008
Ástandið
fór til læknis í morgun
sjötta skiptið
á tveimur vikum
hann er ráðalaus, segist aldrei hafa séð svona áður, fékk álit annarra lækna sem stóðu bara og góndu, tóku um hökuna og sögðu hummm
hann talaði um svæsna sýkingu, ofholdgun, frumumyndun, naglbeð og fleira sem einkennir fyrrum heimili Jórunnar einmitt þessa stundina
staðan er nefnilega sú að sýkingin er komin aftur upp og nú hefur myndast risastór aukakjötbiti á tánni minni
þetta hljómar einstaklega vel og lítur enn betur út, trúið mér...
þetta er það viðbjóðslegasta sem ég hef séð, lítur út eins og það sé að fæðast lítið kjötfars í stað tánaglar
og enginn veit neitt
fékk stera í morgun, á að koma eftir tvo daga, fara á sýklalyf og jafnvel uppskurðir og vesen
ég er búin að borga yfir 10.000 kall í þetta vesen...ef ekki 20.000...konurnar í afgreiðslunni muna nafnið mitt og ég og hjúkkan erum orðnar hættulega góðar vinkonur
þetta væri svo sem allt í lagi ef ekki væri fyrir það eitt að ég er að frumsýna þarnæstu helgi og þarf að fera á himinháum hælum í nokkrum senum
auk þess sem ég get ekki sleppt úr skólanum
né æfingum
þannig ég hvíli tána ekki neitt og hún fær ekki tækifæri til að jafna sig
svo er allt þetta rugl sem er í gangi í þjóðfélaginu alveg endanlega að fara með geðheilsuna mína
mig langar helst að draga fyrir gluggana, skríða undir feld og gráta
ég borðaði serjós í kvöldmat og drakk vatn
saklaus sál í samfélagslegri og tilfinningalegri kreppu
fimmtudagur, 2. október 2008
Minning
Við Jórunn kynntumst strax og ég kom í þennan heim og því hefur hún fylgt mér síðustu nítján árin. Hún hefur staðið með mér í gegnum súrt og sætt og aldrei kvartað. Ekki nokkru sinni. Ég minnist þess þegar við lékum okkur í grasinu á sumrin, þyrluðum upp laufunum á haustin, sprikkluðum í snjónum á veturna og létum tært loftið leika um okkur á vorin. Það voru góðir tímar.
Fyrir þremur vikum síðan veiktist Jórunn skyndilega. Á einum degi hrakaði henni svakalega og um kvöldmatarleyti leitaði hún læknis. Skelfileg sýking hafði þá herjað á hana og hennar nánasta umhverfi. Læknirinn gat lítið gert, en lét hana fá töflur til að koma í veg fyrir að sýkingin héldi áfram. Töflurnar gerðu lítið gagn og eftir viku var heilsan orðin það slæm að hún leitaði aftur læknis. Úrskurður læknis var sá að strax eftir helgi yrði að rista Jórunni á hol, tæta hana í sundur og myrða með köldu blóði til að bæla niður þessa skelfilegu sýkingu. Og það var og.
Mánudaginn 30. september kl. 8.35 yfirgaf Jórunn þessa jörð og þar með talið mig, æskuvinkonu sína. Ég sakna hennar sárt og hugsa til hennar og samverustundanna okkar á hverjum degi. Í myrkrinu er lítið ljós sem leiðir mig áfram, lítið ljós sem táknar það líf sem nú sprettur fram í stað þíns. Lítil Jórunn vex nú og dafnar og mun, þegar fram líða stundir, koma í þinn stað.
Jórunn, elsku tánögl sem svo lengi hvíldir á stóru tá, megir þú hvíla í friði í rusladalli læknisins.
...
laugardagur, 27. september 2008
Þetta er ekki brandari
ég var á hækjum í tvær vikur
og er enn ekki orðin fullkomlega fær um að nota hann
ennþá bólgin og fæ þreytuverki í hann
fyrir tíu dögum síðan vaknaði ég með verk í tánni
hann ágerðist svo ég fór til læknis
sýking af verstu gerð, tvöfaldur sýklalyfjaskammtur og mikill verkur
sami fótur og ökklameiðslin
fyrir þremur dögum síðan fer ég til læknis út af tánni
sýklalyfin virka ekki neitt
það þarf að fjarlægja tánöglina á mánudaginn
deyfing, skurður, umbúðir og hvíld í allavega tvær vikur
fyrir einum klukkutíma síðan geng ég útúr LK og í bílinn minn
er að setjast inn í bíl, tek utan um dyrakarminn með vinstri hendi til að styðja mig og sting þumalfingri inn í hurðina
hurðin er biluð svo til þess að hún lokist þarf að skella mjög fast
skelli hurðinni með hægri hönd
þumalfingurinn verður á milli
trúlegast það sársaukafyllsta sem ég hef upplifað
sambærilegt við ökklann og tánna
hleyp inn og kæli puttann
hann er tvöfaldur núna
og fjólublár
ef einhver þykist eiga bágt þarna úti þá má sá hinn sami endilega koma í heimsókn og ræða málin
ég toppa allt og alla
og þetta eru bara meiðslin...
allir nemendur skólans fengu helmings afslátt af RIFF-passa
nemendalisti sendur í IÐU með nöfnum allra
ég fer í IÐU
mitt nafn ekki á listanum
það gleymdist eitt nafn...og það var mitt nafn
nammivélin upp í skóla er sérstaklega á móti mér
gamaldags vél þar sem nammið er í svona litlum hólfum, maður velur sér hólf, opnar það og fær sér nammi
ég er búin að tapa 600 krónum
og fá nammi fyrir 200 krónur
í 6 skipti af 8 hef ég opnað tóman glugga
nú var mér skipað að fara heim til mín, leggjast undir sæng og varast alla hluti sem hugsanlega gætu skaðað mig á einhvern hátt
ég geng inn, fer úr skónum og rota mig á hurð
föstudagur, 26. september 2008
Skrif
handrit að kvikmynd
kvikmynd í fullri lengd
fyrir tveimur dögum síðan hefði það ekki hvarflað að mér
hvað þá fyrir tveimur mánuðum
en þetta gengur vel
---
fékk vél og dót lánað yfir helgina frá skólanum
Sú rauðhærða og Risinn mun því verða að veruleika um helgina
ætla að græja allt sem til þarf á morgun og svo eru tökur á sunnudag
jibbí
---
keypti passa á RIFF í dag
það er dásamlegt
og það góða er að ég get legið í bíó alla helgina þar sem ég hef fátt betra að gera
ætlaði að mæta núna hálf sex og vera til hálf tvö í nótt í myrkvuðum sal en ætla frekar að leggja mig og mæta sjö
á morgun ætla ég svo að byrja hálf fjögur að degi og stefni á að vera til hálf þrjú um nóttina...ekki amalegt að sitja í bíóhúsi í 11 tíma
rok og rigning, auraleysi, vonleysi, eymd og almennur septemberfílingur gerir mér kleift að kúra við skrif, bíó og tökur alla helgina
ef einhvern langar í bíó með mér þá má hann láta mig vita, ég get samt ekki borgað fyrir ykkur, en ég skal vera skemmtileg og leyfa ykkur að velja sæti
miðvikudagur, 24. september 2008
Vagúm
Vagúmpakkning
...
ég er hætt að væla yfir vonsku heimsins
samt gæti ég vælt alveg haug núna
en ég ætla ekki að gera það
oh happy day...
hvaða fífli datt í hug að setja heimsendi á hold?
ég var farin að hlakka til að horfa á líkama minn klofna niður í eindir og splundrast í svarthol ásamt restinni af heimsbyggðinni
en þetta var svo sem alveg vitað...þannig lagað...
ég er á tvöföldum pensilínskammti og væli ekki baun
þessi tvöfaldi skammtur veldur tvöföldum aukaverkunum sem lýsa sér í óeðlilegri hegðun og mikilli sýru
í raun eins og neitandinn sjálfur sé á sýru
sýra í sjö sólahringa
það er ekki amalegt
þetta lýsir sér einna helst í einbeitingarleysi, lystarleysi og mjög áhrifaríkum draumum sem enda oftast þannig að neitandinn vaknar upp og gerir einhverja tóma steypu, eins og til dæmis að reyna að rústa símanum sínum, losa kranann frá vaskinum og opna útidyrahurðina að utan með því að troða hendinni í gegnum bréfalúguna
já kæru lesendur ég er í ruglinu
og það að læknisráði
mánudagur, 22. september 2008
Not found
Kvikmyndaskólinn gengur vel, afskaplega vel og þvílík hamingja og gleði. Tekur hellings tíma og hellings orku svo í raun væri alveg nóg að einbeita sér bara alveg að honum. En nei...
MH gengur hinsvegar ekki neitt...og ég er í alveg 15 einingum góðan daginn og ekkert farin að kíkja á neitt...og alveg mánuður búinn af þeim skóla. Komin eftir á í öllum áföngum. Stuð.
Tónlistarskólinn gengur fínt. Er víst komin í þrjár hljómsveitir þar, sem er pínu fyndið og líkt mér þar sem ég hef engan veginn tíma fyrir það. Er á æfingum klukkan sjö á morgnana því það er eini tíminn sem ég hef lausan.
Skuggi gengur vel, frumsýning eftir þrjár vikur og allt að gerast þar, æfingar öll kvöld og allar helgar.
Og svo er auðvitað allt hitt sem herjar á mig...úffpúff ég ætla að reyna að læra eitthvað og fara í tíma í kvöld. Íbúðin á rúst og bíllinn líka. Lalala...
þriðjudagur, 9. september 2008
Komin heim
já ég er loksins komin heim eftir vikudvöl á Costa del sol
loksins segi ég...
já flugfélagið okkar fór á hausinn nokkrum tímum fyrir brottförina svo við sátum föst á Costa del Sol þar til vél frá Íslandi kom og bjargaði okkur
húrra fyrir heiminum
það var samt alveg pínu fyndið að vera fastur í útlöndum, hálfberrassaður á sólbekk og ekki einu sinni með hótel til að gista á lengur
en þetta var bara gaman, enda voru þetta ekki nema hvað...14 tímar? Tjah, hver hefur ekki lent í því..
það gerðist mjög margt í þessari ferð sem ég nenni ekki að skrifa mikið um svo ég geri bara svona punkta fyrir þá sem hafa áhuga á að lesa um ekki svo einmana Íslending á sólarströnd...
-Byrjaði á veseni í Leifsstöð því einhverra hluta vegna hét ég Guðný á flugmiðanum mínum en ekki Guðrún
-Við vorum sex en mér leið meira eins og við værum hundrað...já það er alltaf fyndið að ferðast með fjölskyldunni, taka "sameiginlegar ákvarðanir" og fleira í þeim dúr...
-Ég gleymdi að pissa fyrir flugið og eins og alheimur ætti að vita þá pissa ég ekki í flugvélum svo ég var í spreng í fimm tíma (já fimm því það var eitt klósett í lagi í fríhöfninni úti..)
-Spænsk flugfreyja að lesa íslensku af blaði...ekki alveg að gera sig, en mjög fyndið!
-Ég, Hilmar og Hulda sungum, dönsuðum, spiluðum og skemmtum okkur alla leiðina, fólkinu í kringum okkur til mikillar gleði
-Rafmagnið í hári móður minnar gerði það að verkum að ég grét af hlátri í fjörutíu mínútur...það var gaman
-Hótelið okkar var mega, en einn galli: vorum á sjöundu hæð og pínulítið glerhandrið á svölunum...hélt ég myndi fá taugaáfall
-Sól sól sól, sólbað, göngutúrar, smábátahöfnin, ströndin, kínabúðin, MOLLIÐ, strandbarirnir...
-Og halló halló ég var alveg á leiðnni til Afríku á laugardeginum en þar sem fararstjórinn okkar var fimm ára í hugsun þá klúðraði hann því og við sátum sveitt í klukkutíma um miðja nótt einhversstaðar úti í rassgati að bíða eftir rútu sem svo aldrei kom
-BÖMMER
-Sólbað, strönd og meiri labb
-Vatnsrennibrautagarður á sunnudeginum til að bæta fyrir Afríkuferðarruglið...
-Svakalegur garður og ég dó næstum því þegar ég henti mér inní næst stærstu rennibrautina sem var svona eins og risavaxið klósettrör...og ég gleymdi að anda að mér áður en ég skaust niður í það svo ég andaði beisikklí ekki neitt í mínútu
-STUÐ
-Svoo bara þið vitið fékk ég ofnæmi fyrir einhverju fyrsta daginn en fékk ofnæmislyf sem björguðu mér í tvo daga, eða þangað til ég vaknaði með bótox í augnlokunum...og enginn veit af hverju. Fékk líka sjö skordýrabit sem er met. Vúhú.
og síðan fór flugfélagið á hausinn, allt í steik og við bara berrössuð á sólbekk á meðan
vaknaði síðan í morgun í grenjandi rigningu eftir nánast engan svefn og fór í skólana mína tvo, bankann, lín og er á leiðinni á leikskólann núna
það held ég nú
en þetta var mega ferð og ég tækla hnakkana klárlega í taninu
mánudagur, 1. september 2008
Í heiminum
lokasýning á Eyjunni í kvöld, troðfull sýning og alveg dúndurgóð
mjög skrýtið að þetta sé búið, maður er búinn að veltast um landið og knúsast með liðinu í allt sumar og svo allt í einu er bara bæbæ á allt saman
en það er svona...
hef voðalega lítið að segja annað en það að ég tek hér með vikupásu í þessu rugli
adios!
fimmtudagur, 28. ágúst 2008
Titill
þetta er ótrúlegt
allt sem ég vil og meira til
jei
fyrstu tökur á morgun, svo er ég auðvitað úti alla næstu viku svo ég missi af þeirri viku í kennslu á stuttmyndinni minni...kem svo heim og fer beint í tökur á henni og eftirvinnslu og svo frumsýning 15.!
svo eru auðvitað sýningar á Eyjunni um helgina fyrir þá sem ekki enn hafa komið, laugardag kl 18 í Hellisgerði Hfj og sunnudag kl 20 á sama stað.
svo er ég með fréttir..........
að öllum líkindum er ég að fara að vera fátækast EN hamingjusamasti námsmaður í heimi...jább er örugglega að fara að leigja ásamt aðal-krúinu
verðum fjögur í krúttaralegri íbúð með kött og allt saman, svo ætlum við Rósa að sjálfsögðu að fara að punga út krökkum alveg villt og galið til að fylla húsið
kommúna með ketti og krökkum...gerist varla betra
flytjum inn 1. nóvember svo nú er bara spara spara spara
við eigum samt enn eftir að finna réttu íbúðina svo ef einhver á íbúð með 3 svefnherbergjum á lausu þá erum við til!
en jæja...nú þarf ég að fara að halda áfram að undirbúa stuttmyndina mína
sjúbbídei
mánudagur, 25. ágúst 2008
Babb í bátnum
og VÁ mér líst vel á skólann, ekkert mál að fá frí í viku fyrir Costa del Sol ferðina mína svo ekkert nema hamingja á dagskránni
fer út 1. sept svo það styttist í þetta, á mánudaginn verð ég að sleikja sólina og vappa um í Afríku á miðvikudeginum...sjiiiiit ég er spennt
var ekkert að reikna með að ég gæti fengið frí svo nú þarf ég að fara að huga að því að kaupa það sem ég á eftir að kaupa og redda öllu fyrir ferðina
annars er lítið að frétta, fékk stundatöflu áðan og er í skólanum frá 9-4 alla daga.
heimsótti liðið í MH áður en ég fór á skólasetninguna í kvikó og skráði mig í öldungadeild MH þar sem ég ætla að taka 15 einingar með hinu...fjúff svolítið mikill pakki þar sem ég verð líka á fullu í tónlistarskólanum, Skugga-Sveini í LK og væntanlega líka eitthvað að LH-ast...eeeeeeen ég er eins og ég er og breytist voðalega lítið
ætla að koma mér upp að sauma buxur
sunnudagur, 24. ágúst 2008
Byrjun
Ég er búin að henda hækjunum. Tók ákvörðun á laugardagsmorgun að ég nennti þessu ekki lengur, tróð fætinum á mér í skó og haltraði minn veg. Seinni partinn var ég farin að ganga nokkuð eðlilega svo ég ákvað að rífa af mér umbúðirnar og skella mér á hælaskó svona í tilefni kvöldsins. Það gekk mjög illa í fyrstu því ég var alltaf að misstíga mig á hælunum og það var viðbjóðslega vont þar sem bólgan er engan veginn farin og ég er enn að drepast í ökklanum. En svo var ég heví hipp og kúl og var farin að ganga eins og dama þegar leið á kvöldið. Ég var mest hissa á því hversu góð ég var þegar ég vaknaði í morgun, bólgan reyndar aðeins meiri en í gær en verkurinn bara svipaður. Og þetta tókst mér, pff að hvíla fótinn í tvær vikur er kjaftæði. Já KJAFTÆÐI. Eða kannski ekki alveg...meira bara svona óþolinmæði í mér.
Ég horfði ekki á leikinn í morgun. Ekki. Pú á ykkur sem rifuð ykkur fram úr eldsnemma til þess að horfa á strákana ykkar tapa. Ég svaf og ég svaf vel. Allir ótrúlega hamingjusamir með árangurinn. Ég er ekki sátt. Þeir töpuðu leiknum, svo einfalt er það. Svo er ég líka pínu pirruð því þá verður engin mega "þjóðhátíð" heldur bara meira svona allir að reyna að sætta sig við silfrið og vera ótrúlega kvetjandi.
Æ vá nú hljóma ég eins og ég sé ótrúlega neikvæð...bara plat! Ég er alveg búin að flagga og fagna stanslaust síðan ég vaknaði klukkan 05.10 í morgun til að hita mig upp fyrir áhorfið. Keypti mér treyju og setti í mig tígó með fánaborðum og borðaði svo íslenskan morgunmat og talaði íslensku því ég er svo stolt af sjálfri mér. Og strákunum mínum.
oj.
Ég er viðbjóðslega þreytt og ætla að leggja mig og safna kröftum fyrir morgundaginn. Vúbbídeió
föstudagur, 22. ágúst 2008
Endir
Já, það var alveg átakanlegt að hætta í vinnunni. Furðulegt hvað maður getur tengst annarra manna börnum ótrúlega mikið og fundist þau vera partur af manni sjálfum. En svona er þetta víst, maður verður að hætta einu til að geta byrjað á öðru eins og ég sagði víst sjálf...
Það var pítsupartý á meðan á handboltaleiknum stóð. Reyndar voru börnin aðeins að misskilja og héldu að þau væru að horfa á fótboltaleik með Barcelona og gerðu ekki annað en að hrópa "aukaspyrna" "áfram Ronaldo" og fleira í þeim dúr á meðan þau slöfruðu í sig pítsunum.
Hópknús, einstaklingsknús og loforð um að koma oft í heimsókn. Síðan haltraði ég út í rigninguna með kramið hjarta.
miðvikudagur, 20. ágúst 2008
Fatlafól
þriðjudagur, 19. ágúst 2008
sunnudagur, 17. ágúst 2008
aðeins of KLÁR
hæ
hæææææææææææækjur
jább ég er á hækjum
og það versta eða besta er að ég sótti þær barasta inní skáp...ég er nefnilega pínu flækjufótur svona við og við
töööööööööff
mjög slæm tognun og ég má ekki gera neitt næstu tvær vikurnar, m.a. ekki lyfta þungum hlutum, og þ.á.m. börnum (eins og stóð á læknisvottorðinu sem læknirinn gaf mér og orsakaði hláturskast innan um blæðandi fólk...) .
þannig engin sýning í kvöld og leiktörn hjá LK að hefjast á morgun fokksjittfokk
ég ætla bara að hoppa fram af bjargi núna ókei
ég er svo KLÁR
já kæru landsmenn ég sneri mig herfilega í gær og er á leiðinni uppá slysó
sýning í kvöld og allt að gerast
eða þið vitið...fer eftir því hvort ég verði á hækjum eða ekki
töfftöfftöff
föstudagur, 15. ágúst 2008
Breytt plan
kemur í ljós í næstu viku hvort ég komist í það sem ég er að reyna að koma mér inn í
ef svo er, þá er ég að fara að vera á klakanum næstu tvö árin
vúbbídei
fimmtudagur, 14. ágúst 2008
Syg syg syg syg sigurðardóttir.....
vill sá hinn sami vinsamlegast gefa sig fram STRAX
ég mun húðfletta hann/hana/það
ég er veik
viðbjóðslega veik og smeik við framhaldið
sýning á morgun
reunion og sýning hinn
sýning hinn
vinna og æfing hinn
vinna og æfing hinn
vinna og æfing hinn
osfr.
Ösp með hósta verður skemmtilega skrýtið og ég tala nú ekki um rjóðar kinnar og svita sökum hás hita í hvirflinum.
Það er ótrúlega skrýtið að vera heima í heilan dag og þurfa ekki að gera neitt. Ekki eitt. Ég var að ganga af göflunum á tímabili og var farin að borða banana eins og mér væri borgað fyrir það þegar eirðarleysið stóð sem hæst. Átta bananar á einu bretti eru ekkert grín.
Eða þið vitið...þrír.
Þrátt fyrir háan hita, hor og hóstaköst (já ég er ótrúlega aðlaðandi akkúrat núna) þá hefur mér tekist að afraka ýmislegt í dag:
-horfði á Bridget Jones 1&2 (sem orsakaði gríðarlega löngun til þess að hefja dagbókarskrif um mitt tvöfalda líf)
-horfði á Science of Sleep (sem orsakaði gríðarlega löngun í ferðalag til Mexíkó...eða meira svona bara ferðalag til Gaels...)
-skrifaði svona fimm sögur
-endurraðaði sjónvörpunum þremur í íbúðinni minni
auk þess hef ég innbyrt sem nemur:
-2 lítrum af ísköldu kókakóla
-2 ofristuðum brauðsneiðum
-1 "glommusamloku" a la mamma
-3 banana
-hálfan kleinupoka
-hálfan hlauppoka
-hálfan popppoka
-hálfan hálsbrjóstsykurspoka
og á leiðinni er sjóðheitur serrano bátur + kók og bland í poka. Mmmm já lífið er ljúft...
Annars er ég að sjálfsögðu hætt öllu sukki og svínaríi, löngu búin að kveðja kók, djús og bús, bland í poka og hvað þetta nú heitir allt saman sem hrjáir ungu kynslóðina nú til dags.
Ég ætla að hætta að blogga sem ég sjálf og fara að tala út frá hinni persónunni minni henni Ösp. Ég var nefnilega að komast að því að ég er geðklofi. Ofan á allt saman...skjaldkirtilinn, athyglisbrestinn, heyrnaleysið, blinduna og allt hið ímyndaða sem hrjáir mig dagsdaglega.
---
rooooooooooooooooooooooooop
þriðjudagur, 12. ágúst 2008
Í fréttum er þetta helst
...
úffff klósettið í íbúðinni minni er bilað. ég hafði ekki hugmynd um það en þegar ég kom heim var búið að skrúfa það allt í sundur...ótrúlega spennandi.
Ég er að fara að borga staðfestingagjaldið fyrir skólanum í lok vikunnar. Er samt voðalega ringluð í þessu ennþá en ef allt fer að óskum er ég að fara út til Massachusetts í lok janúar og kem heim í byrjun maí. Ójá.
Skólinn byrjar í næstu viku. Síðasta önnin. Ég er ekki alveg að trúa því að ég sé að útskrifast sem stúdent um jólin...er ekki búin að læra baun. En það er bara töff...
Bandalagsskóla reunion á laugardaginn fyrir þá sem þekkja til og ef þið viljið upplýsingar um það þá bara talið við mig.
Annars er ég bara mega þreytt eftir þvílíka törn í leikhúsinu með Sýnum og við tekur leikhústörn með LK en það er stefnt á frumsýningu um miðjan september. Og aulinn ég er að fara út fyrstu vikuna í sept...fuck.
en já...
a
föstudagur, 8. ágúst 2008
Allt mitt líf...
Akureyri um versló: frumsýning á Eyjunni, hjúts íbúð með "fínni koju" og öllu til alls. Rotaðist á ljósastaur á frumsýningunni, fékk mar í fimm mínútur en annars bara kjálkaeymsli og kúlheit. Fékk mér köngulóartattú á skemmtilegan stað. Týndist í frumskógi og var næstum étin af ísbirni. Steig næstum á býflugnabú. Engar fokking vespur í skóginum dammdaramm. Hjálmatónleikar, brekkusöngur, pisserí og djúsdrykkja. Gott veður og kalt veður og peningar og kort.
Segi betur frá þessu seinna........
var að koma heim
ég var að spúa eldi
með lampaolíu
það er víst stórhættulegt og nú finnst mér ég vera að brenna að innan
2. sýning á Eyjunni var í kvöld og gekk megaofursúpervel
eeeeen á morgun held ég til Dalvíkur að sýna á laugardag á Fiskieginum og vera með götuleikhús
nóg að gera
túrílú
fimmtudagur, 7. ágúst 2008
miðvikudagur, 30. júlí 2008
Skóli
Massachusetts
það tók mig svona korter að skrifa þetta rétt
en já skólinn er s.s í Massachusetts (copy paste) og ég er að öllum líkindum að fara í febrúar
þeir buðu mér samt að koma í september
but no can do
er búin að lofa mér í alltof mörg verkefni
ætla samt að halda því leyndu vhaða skóli þetta er þar til ég er búin að fá eitt stórt JÁ ÞÚ ERT KOMIN INN..
---
en hey
general á Eyjunni á morgun
frumsýning á Akureyri á laugardag
þetta er allt að skella á
fokksjittfokk
þriðjudagur, 29. júlí 2008
Hamingja
þau elska mig
og bráðum kemur í ljós hvort þau elska mig nógu mikið til að leyfa mér að koma
þetta er allt það sem mig dreymir um og meira en það
jíha
sunnudagur, 27. júlí 2008
..
eða svona semí
það er allavega ekki að valda svefnleysi og taugaveiklun hjá minni
þá er það bara litla vandamálið og svo tekur gleðin við
ég er að lesa mér til um taóisma
ef ég gæti sett sjálfa mig í einhvern hóp tengdum trúarbrögðum myndi ég sennilega vera undir taóismanum
mæli með því að þið lesið um þetta
og ég er búin að taka ákvörðun
alltaf að taka ákvarðanir
ég ætla að gefa skít í allt og alla og gera það sem ég vil. punktur. eða...kannski meira svona ekki láta álit annarra skemma fyrir mér og hafa það mikil áhrif á mig að ég fokki öllu upp.
gleði gleði og hamingjan drýpur af trjánum.
nú ætla ég að fara að sofa og vakna fersk í fyrramálið
já
Þreyta
Hinsvegar er ég búin að gera flest annað síðan þá og heimurinn er á haus akkúrat núna.
Og það er mér að kenna. Engum öðrum nema sjálfri mér að kenna.
Skrýtið hvernig allt getur verið frábært aðra mínútuna og svo gjörsamlega ónýtt þá næstu
útaf einhverju algjöru rugli sem maður hefur sjálfur komið sér í
Og vandamálin...
Maður er alltaf með einhver vandamál hversu lítil sem þau eru
Svo tekur maður þátt í einhverju rugli og allt í einu er maður með risavaxið vandamál á herðunum sem maður kann ekki að takast á við
Þegar maður er loksins búinn að finna leiðina til þess að redda málunum þá kemur upp annað vandamál,
svo stórt að fyrra vandamálið er allt í einu einskis virði
Maður hefur ekki hugmynd um hvernig maður eigi að takast á við heiminn og þó maður geri tilraun til þess þá misheppnast hún
eða það er ekki hlustað á mann
þetta hljómar eins og það sé allt að verða vitlaust hjá mér núna
málið er bara að þannig er það
---
laugardagur, 26. júlí 2008
Sjúkdómur
ég vona að ég sé með sjúkdóminn sem ég held að ég sé með en ef ekki þá er það eitthvað annað því ég er ekki alveg í eðlilegu ástandi
því ég höndla ekki blóð
og ekki nálar heldur
né lækna
og hvað þá þegar læknir er að pumpa blóði útúr mér með feitri nál
eða þú veist...
fimmtudagur, 24. júlí 2008
Saga dagsins
Allsnakinn á Esjunni í 600 metra hæð
Maðurinn enn ófundinn
Réðist á konu og börn hennar
Hrefna barðist fyrir lífi sínu við hóp háhyrninga
Allt fór á versta veg
Vá ég las bara eina samfellda frásögn úr öllum þessum fyrirsögnum...
Allsnakti maðurinn á Esjunni er enn ófundinn. Réðist á konu og börn hennar. Hrefna (konan) barðist fyrir lífi sínu við hóp háhyrninga. Allt fór á versta veg.
---
töff
Dreymandinn
er fyrirsögnin á frétt á mbl.is um skjálftahrinu í Grímsey. Ég held það bendi til eldgoss.
OG HVAÐ DREYMDI MIG???
vá...ef ég gæti fengið peninga fyrir svona lagað þá gæti ég actually keypt mér að borða kannski
án djóks, ég hef aldrei á minni löngu ströngu ævi verið svona fjári fátæk
samt held ég áfram að vera menningarleg, kaupa ljóðabækur, stunda kaffihús og fara á tónleika
reyndar er ég í klíkunni þannig ég borga ekki neitt
en hey þú veist
buddan er gjörsamlega tóm og kortið útbrunnið
en ég er hamingjusöm, mjög hamingjusöm, og það er fyrir öllu
og ég er líka í ruglinu sem er ótrúlega fyndið og ég hló að sjálfri mér í svona hálftíma áðan
það var mjög fyndið
hamingjudagar í hausnum á mér
má bjóða þér
að vera með??
---
frumsýning eftir tæpar tvær vikur..bráðum eftir viku...fokksjittfokk...það verður mega
og svo er auðvitað viðburður aldarinnar á næsta leyti og samningaviðræður í hámarki
sat einmitt í fimm tíma núna síðla kvölds
þrjú orð komu út úr því samtali
þrjú orð á fimm tímum
það kalla ég ansi gott
ókei vá ég er alveg í tómu tjóni hérna af eigin hamingju og heimsku, eða kannski bara mjög svakalega súrum svefngalsa..valsa..
vá
það fyndasta í heimi er að kúka uppá bak
þá meina ég ekki bókstaflega
heldur bara rugla svo gjörsamlega upp í öllu og öllum að maður verður eins og algjör hálfviti
allavega svona eftir á
og ég er alveg að hlægja núna
váááá
hér með er ég hætt að drekka kók
og ég er hætt að borða nammi
og allt sem er gott
enda á ég enga aura svo ég er að hugsa um að gerast klósettpappírsæta í nokkra daga
svo á ég líka ansi góða og næringarríka tréliti
váá ekki taka mark á þessu
ég er í ruglinu
ruuuuuuuuuuglinu
og ég hló
upphátt
ein
alein
vei
þriðjudagur, 22. júlí 2008
...
Ég held að þetta tengist þeirri staðreynd að ég borgaði 30.000 kall í bílaviðgerðir í gær. Jebb...og ég er drullublönk og átti ekki heimild fyrir síðustu greiðslunni í gær. Og við erum alveg að tala um að það á ennþá eftir að laga heilan haug og skoða bílinn líka þannig að ég reikna með öðrum 30.000 kalli í dag....
og ég fæ í mesta lagi svona 5.000 kall útborgað næstu mánaðarmót því ég er búin að vera í þriggja vikna sumarfríi.
jebb ég er í djúpum skít, spurning hvort hasarinn í draumnum hefði verið skárri..?
----------------
takið 16. ágúst frá kæru vinir. ég þarf á aðstoð ykkar að halda þann dag.
mánudagur, 21. júlí 2008
Eins dauði er annars brauð
Í gær gaf bíllinn minn upp öndina. Hann er algjörlega óhreyfanlegur og gefur frá sér mjög furðuleg hljóð sem helst líkjast mjög svo píndu dýri. Ég trúi þessu ekki. Og ég sem ætlaði með hann á spítala í dag!
Ég legg til einnar mínútu þagnar.
----
Hvernig í fjandanum á ég að koma bílnum á verkstæði??? Það er ekki einu sinni hægt að beygja stýrið!
Þetta á eftir að kosta mig milljón
sunnudagur, 20. júlí 2008
Allt að gerast
ég eyðilagði backspace takkann á tölvunni minni
---
var að koma heim úr æfingabúðum með leikfélaginu Sýni. Gekk mega vel, í besta veðri sem hugsast getur og með frábæru fólki.
Komst að ýmsu um Selfyssinga og m.a. því að sögusagnir um hnakka og sportbílaakstur er mjög svo sannur. Ein ung dama sem ég átti stuttar samræður við steig ekki alveg í vitið greyið og trúði því að ég væri Grænlendingur,...
eeen nú er ég komin heim, þreyttari en allt og á þó eftir að gera heilan haug. Ætla að klára bílamál á morgun og fara til læknis. Hinn daginn ætla ég svo að taka almennilega til bæði í íbúð og bíl og fara með bílinn í viðgerð. Hinn daginn ætla ég svo að vinna í skólamálum og lánamálum og fara með bílinn í skoðun. Hinn daginn ætla ég að njóta þess að vera á löglegu ökutæki, með planaða framtíð og heilbrigðan líkama. Þeir sem vilja fagna þessum mjög svo merka áfanga í lífi mínu geta mætt við Hegningarhúsið á hádegi.
Þar munum við hrópa, hósta, hoppa, hanga og hafa heví happy hour á hádegi við Hegningarhúsið.
H er töff. Enda er það stafurinn fyrir töff kallinn á msn. (H) og maður sigrar heiminn.
föstudagur, 18. júlí 2008
Lífið er lykkjufall
Ég vaknaði í morgun alveg eiturhress og skellti mér í Bónus. Var með nettan hnút í maganum því ég þurfti að versla fyrir alveg fimm manna "fjölskyldu" og það er ég ekki vön að gera. En þetta heppnaðist ágætlega...svona fyrir utan óþolandi krakkann sem fannst óskaplega gaman að hlaupa framhjá körfunni minni, þegar ég sá ekki til, og henda drasli ofan í hana. Ég ætlaði að fara að kýla hann kaldann þegar móðirin birtist í öllu sínu veldi, bullandi sílíkon og aflitun á þeim bænum. Ég hörfaði skelkuð og rotaði mig á bananastandi. Jebb. Bananastandi.
Þegar ég kom að kassanum var ég með u.þ.b. tuttugu Haribo hlauppoka í körfunni minni sem krakkanum hafði tekist að troða þangað. Úffffffff...og við erum alveg að tala um að gæinn sem ég "hljóp" á og hálfrotaði mig svo á bananastandinum, stóð fyrir aftan mig í röðinni og þegar ég fór að týna upp alla hlauppokana og biðja afgreiðsludömuna um að taka við þeim, þá fékk hann endanlega staðfestingu á geðveiki minni.
Bónus-ekkert bruðl.
Ég skil ekki af hverju ég er ekki að fá borgað fyrir svona spons. Og já..sem minnir mig á það, mig vantar peninga, fullt af peningum. Ég er búin að íhuga ýmsar leiðir, tombólur, rán, betl og meira að segja búin að reyna að skipuleggja heljarinnar rán. Það rán átti nú reyndar ekkert að vera mikið heljarinnar heldur meira svona "allt í plati" og hirða svo peningana. Múhaha. En hey, ég er of góð fyrir svoleiðis svo þetta gekk ekki upp. Og auk þess er ég áttavilltari en Einar (áttavillti...ef þið fattið ekki, þá það) og gat því engan veginn búið til kort.
Svo...mig vantar vinnu. Ég er í vinnu og búin að ráða mig í vinnu til áramóta en mig langar í meiri meiri peninga og því betur launaða vinnu. Getur einhver aðstoðað mig? Get bara unnið um helgar og helst bara aðra hverja...en get þá líka alveg unnið bara 24 tíma þess vegna. Hvað sem er, nema það innihaldi fisk, fugla eða yfir höfuð dýr...
ÓKÍDÓK ÉG ER FARIN
þriðjudagur, 15. júlí 2008
Klippikonan
Ég er líka búin að kaupa bók og lesa bók og það kemur um það bil aldrei til með að gerast aftur.
Og svo pantaði ég mér rúnasett sem ég átti að sækja í dag en gleymdi því svo.
---
Fyndið hvað draumarnir mínir virðast alltaf tákna akkúrat það sem er í gangi eða er að fara að gerast í lífi mínu. Dreymdi alveg stórfurðulegan draum sem ég hélt ég gæti aldrei sett í samhengi við það sem er í gangi núna en svo allt í einu smellur allt. Dásamlegt...eða ekki.
---
Ég þoli ekki hversu mikil áhrif álit annarra hefur á mann. Venjulega læt ég það mig engu máli skipta, reyni að vera hipp og kúl, svaka sjálfstæð og reyni að halda mig við það...en svo allt í einu hrynur allt.
Helst langar mig til þess að raka af mér allt hárið og ganga um í...ruslapoka...á höndum...bara til þess að mótmæla áliti fólks og segja: Hey, það er ekki ég sem er asnaleg heldur þið sem dæmið mig fyrir það.
Gott dæmi um þetta er konan sem ég sá í dag. Hún var með skegg. Enga brodda, ónei...alveg svona fimm sentimetra langt skegg. Og það var grátt.
Fyrst hugsaði ég oj, en sá viðbjóður, því ég er örugglega alveg jafn gagnrýnin á aðra eins og aðrir eru á mig...
en síðan hugsaði ég þetta nánar og sá þá að þessi skeggjaða kona stendur fyrir það sem ég vil vera núna. Mig langaði helst að stöðva umferð og gefa þessari konu bikar, en ég átti engan bikar og hefði örugglega ekki gert konunni gott með allri þessari athygli, þá gerði ég það ekki.
Og draumurinn sem mig dreymdi er að segja mér sömu hluti. Og klippingarnar tvær sem ég hef framkvæmt í dag og í gær. Og stjörnuspár og einhvernveginn allt!
og samt geri ég ekki baun nema væla yfir þessu öllu saman
þetta er samt heví fyndið:
http://www.youtube.com/watch?v=mdscCGfb62U
mánudagur, 14. júlí 2008
Leyndó
ptsss
ég var að fá hjól
gefins
því var samt rænt
og hey
ptsss
ég klippti karlmann í morgun
hárið af
og það fyndna er
að hann er fiðlukennarinn minn
sunnudagur, 13. júlí 2008
föstudagur, 11. júlí 2008
Ég er svo þroskuð...
fimmtudagur, 10. júlí 2008
Heima
ég fór í rútuna með tvo risavaxna húllahringi, einn sem ég bjó til alein já alveg sjálf, og einn handa litlu systur sem stóra systir bjó til.
Ég ætlaði nú aldeilis að sofa í þessari rútu og valdi mér því sæti fjarri öllum ljóshærðum, bláeygðum gömlum konum. Ég fékk að njóta þess í fimm mínútur, en þá komu inn fjórar danskar ungmeyjar sem röðuðu sér skemmtilega í kringum mig. Mjög hyggelig.
Þær töluðu dönsku í tvo og hálfan tíma, eða þar til við tókum hálftíma stopp og fjarlægðin á milli okkar var of mikil til þess að ég heyrði í þeim. Þá tók ég á það ráð að skipta um sæti, fór mun framar og fór svo út að fá mér að borða og sóla mig. Þegar ég kom inn aftur sat gamall maður í sætinu fyrir framan mig. Ég brosti til hans og hann greip um mittið á mér. GREIP UM MITTIÐ Á MÉR. Ekki mjög hyggelig. Ég var að því komin að kýla hann kaldan og fleygja honum öfugum útum rútuna (sem hefði verið erfitt því hann var bersýnilega ekki öfugur) en þá spyr kauði hvort ég "sé héðan úr Húnavatnssýslunni?"
Okei
A) Hvaða máli skiptir það?
B) Hvar í fjandanum er Húnavatnssýsla?
Þannig ég sagði einfaldlega "Nei, ég er úr Hafnarfirði" og bjóst við því að ég fengi frið. Það að ég væri úr Hafnarfirði fannst honum hinsvegar alveg ótrúlega merkilegt og rausaði uppúr sér "núúú" "jáááá" "Haafnaaarfiiirðiii" í svona korter. Á þessu korteri tókst mér að lauma mér í sætið fyrir aftan upphaflega sætið mitt til að forðast hann endanlega. But no. Hann gat ekki snúið sér við til að tala við mig svo hann gerði það ekki, heldur talaði bara við mig út í loftið.
Í alveg fjörutíu mínútur. Um FISKA.
Úffff....en svo sofnaði ég og svaf og svaf sem var gott.
Ég átti svo að mæta á fund hjá mömmu vinkonu minnar klukkan fimm, því vinkonan er búin að vera úti í Nýja-Sjálandi í eitt ár og við ætluðum að plana saman surprise-partý. En viti menn...ég og önnur vinkona mín mætum þarna í okkar mesta sakleysi, ég enn með rútusvitann á enninu og lyktaði eins og gamli kallinn, og móðir hennar tekur á móti okkur. Þetta var allt frekar furðulegt og hún sjálf frekar skrýtin en ég hélt að það væri kannski bara eitthvað stress eða eitthvað. En allavega, hún lætur okkur setjast við eldhúsborðið og byrjar eitthvað að spjalla um það hvað við viljum gera. Það var sem sagt von á vinkonunni eftir rúma viku. En viti menn, þegar við erum að ræða málin sé ég allt í einu tvær hendur birtast á stofuveggnum fyrir aftan mömmuna, og vinkonan hoppar fram!!! Við vorum svona fimm sekúndur að fatta hver þetta væri því við vorum í svo miklu sjokki, en við tóku hallærislegustu ÓMÆGOOD OMG OMG OMG öskur í heimi, sem eru greinilega sjokkviðbrögðin mín, mjög töff.
Hún kom sem sagt heim á miðnætti daginn áður og þær mæðgur höfðu ákveðið að snúa surpriseinu við og leika á okkur. Váááá þetta er rosalegt. Eftir mikið "omg omg omg" og "vá, ég trúi þessu ekki" jöfnuðum við okkur og við tók fjölskyldumatarboð. Og ég enn í rútugallanum...úfff. En það var ótrúlega gaman og dásamlegt að hún sé komin aftur og vá þetta var ekkert smá óvænt.
Svo þurfti ég að rjúka á leiklistaræfingu en eftir það var kaffihús og bíltúr og endalaust spjall. Allt eins og áður -ekkert breytt og það er eins og þetta ár hafi aldrei verið. Vá.
En allavega...ég veit ekkert hvað ég á af mér að gera núna. Íbúðin mín er á hvolfi en ég nenni ekki að gera neitt. Samt hef ég í raun allan daginn...það er pínu sorglegt.
omg.
þriðjudagur, 8. júlí 2008
XXX LAX XXX
Tulla stígur nú ekkert sérlega í vitið, svona venjulega, en í þessu samtali hafði hún ýmislegt til málanna að leggja (vá þessi setning hljómar eins og ég sé ótrúlega gáfuð manneskja) Hún sagði að sennilega væri ég nálægt hreiðri fuglsins og því væri það ég sem væri að ógna honum en ekki hann mér. Pff sagði ég og steig skrefi nær húsinu þar sem fuglinn var farinn að narta í mig. Síðan hljóp ég nokkur skref og þá flaug fuglinn í burtu. "Hahh! Ég vann!" hugsaði ég og steig upp á ímyndaða verðlaunapallinn minn.
Um það leyti sem ég var að taka á móti bikarnum rann bíll systur minnar í hlað. Þau fóru sem sagt út að veiða klukkan sex í morgun. Ég var nú ekkert mikið að kippa mér upp við það að þau væru komin enda var ég á kafi í æsispennandi samtali við Tullu. Systir mín, sem ætti nú að vita manna best hversu hrædd ég er við fiska, hoppar útúr bílnum, án þess að ég sjái, og sveiflar svo framan í mig 12 PUNDA LAXI!!!!!! FUUUUUUCK mér er skítsama um laxinn en halló halló ég fékk taugaáfall, móðursýkiskast og alvarlegar hjartatruflanir sem ollu því að ég var næstum búin að stíga á fjandans hreiðrið.
Fiskur og fugl á innan við fimm mínútum.
Það er verið að reyna að drepa mann hérna. Ég er að segja ykkur það.
mánudagur, 7. júlí 2008
Rúta framhald
Ég valdi mér sæti fyrir framan sænsku fljóðin, sem voru ein mestu mistök lífs míns. Ég var gjörsamlega ósofin og ætlaði mér að sofa alla leiðina but nooooo þær prottuðu nebblilega svenska hele tiden og það versta var að ég skildi um hvað þær væru að tala og það var svo hrikalega óáhugavert að þegar við vorum komin uppá Höfða var ég næstum því gengin út.
Ég hafði það voðalega huggulegt í fimm klukkustundir með sænskuna fyrir aftan mig og hrjótandi Spánverjana fyrir framan mig. Rússneski róninn fékk sér alltaf við og við göngutúr um rútuna svo loftræstingin í rútunni virkaði ekki baun og ég sat í einhverskonar alkóhólspolli alla leiðina. Hálftíma stoppið í Staðarskála var dásamleg lífsreynsla þar sem ég sat ein og skoðaði dauðar flugur.
Þetta hljómar eins og hræðileg lífsreynsla, sem þetta er í raun ekki, heldur ÖÐRUVÍSI lífsreynsla. Svona eins og þegar fólk er öðruvísi...
En allavega ég komst á leiðarenda og stóð eins og gæran í Stellu í orlofi úti við bensínstöð og beið þess að ég yrði sótt. Síðan var ég sótt og brunað með mig upp í veiðihús þar sem ég svo svaf í þrjá klukkutíma. Hér er ég samt líka pínu eins og ekki heima hjá mér því hér tala allir ensku svo allir skilji. Ein frönsk, einn hollenskur og svo fjórir fræknir Íslendingar...saman babla allir á óskiljanlegri ensku.
Það var dásamlegt.
Dagur tvö í orlofinu er hafinn og ég svaf til eitt. Núna þarf ég bara að íhuga hvað ég ætla af mér að gera, skrifa, fá mér labbitúr, fara í heita pottinn eða sánuna, fá mér að borða eða búa mér til húllahring. Já...hér er svo sannarlega nóg um að vera og allir rosa glaðir.
sunnudagur, 6. júlí 2008
Rúta...
Vaknaði eldspræk klukkan 06.40 við vælandi hunda í búrum. Hleypti þeim út og byrjaði að pakka og taka til. Ég var með hnút í maganum og leið eins og ég væri að fara í flug en það sorglega var að ég var að fara í rútu. Síðan var mér skutlað uppá BSÍ þar sem ég fékk fylgd í gegnum allt heila klabbið svo ég myndi nú ekki labba inn í vitlausa rútu, sem ég hefði annars gert.
Ég var eini Íslendingurinn.
föstudagur, 4. júlí 2008
Svik og prettir
Og það tvisvar í dag.
fimmtudagur, 3. júlí 2008
miðvikudagur, 2. júlí 2008
Hár
brátt verð ég búin að klífa öll fjöll í heimi og geimi
keypti mér svakalega úlpu í gær og gönguskórnir koma á morgun
síðan er það bara að dressa sig upp og halda á fjöll
pabbi heimtar það og ég hlýði bara
og já ég er búin að taka ákvörðun
það er alltaf svo gott að taka ákvarðanir, þó svo að þær standist kannski ekki alveg...
ég ætla sem sagt alveg pottþétt hundrað prósent og meira en það að fara eitthvað út að læra eftir áramót
bara strax eftir áramót og vera úti í að minnsta kosti þrjá mánuði
-----
ég komst að því í dag að "geðveikt" er víst orðið að tískuorði hjá tveggja ára börnum
þau geta sagt "geðveikt" en þau geta ekki sagt "bless"
bara "hæ" og "bæ" og "neeiii" og "geðveikt"
og svo má ekki gleyma mest hipp og kúl orðinu hjá þriggja ára "oh my good night"
(ókei ég veit þetta var glötuð færsla en ég hef ekkert að segja svo þið getið bara sjálfum ykkur um kennt að hafa lesið þetta)
sunnudagur, 29. júní 2008
Sjáðu tindinn, þarna fór ég!
við erum að tala um það að ég gekk á Esjuna í dag, alla leið uppá TOPP á innan við tveimur tímum!! Ég er að springa úr stolti yfir því að vera lifandi og komin heim til mín...hélt án gríns að ég myndi steindrepast þarna þegar ég var að klöngrast uppá topp og horfði niður...sjiiiitt
en ég gat þetta og ég gerði þetta og ég er ofurhetja dagsins í dag!
og nú get ég líka notað frasann sem mig hefur alltaf langað til að nota: sjáðu tindinn, þarna fór ég!
vúhú
laugardagur, 28. júní 2008
Ég er fræg
Eins gott að þið hlustið!
---- http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4410753
"Rithöfundurinn og leikritaskáldið Guðrún Sóley Sigurðardóttir"
fimmtudagur, 26. júní 2008
Geðveila
þetta voru fyrirmælin sem ég gaf hárgreiðsludömunni klukkan 17.05
klukkan 19.35 gekk ég út með hár niður á axlir (for sure) og algjör blondína
ég rétt næ því í tagl og er ljóshærð
smá taugaáfall en hey það er bara töff
móðir mín kallaði mig "unga dömu" áðan...það hefur hún aldrei áður gert nema í kaldhæðni.
tvær heimsóknir á hárgreiðslustofu á einum mánuði. Það eru jafn margar heimsóknir á hárgreiðslustofu og ég hafði farið á allri minni ævi. Hvað er að gerast!?
þriðjudagur, 24. júní 2008
Ónei
það var stórt og hvítt og hreyfði sig mjöööög hægt, næstum ekki neitt, alveg eins og það ætti mjög erfitt með að hreyfa sig
svo heyrði ég hávært öskur
mjög djúp rödd
þá varð ég hrædd og hljóp til að athuga hverskonar ísbjörn þetta væri eiginlega
auðvitað löngu búin að kalla út þyrlur og björgunarsveitina
en svo kom bara í ljós að þetta var púðluhundur
ooo en sætt
mánudagur, 23. júní 2008
Aumingja ég
Ég ætlaði að skora á hana í blautbolskeppni en hætti skyndilega við þegar ég fór að sjá það allt saman fyrir mér. Freeekar subbulegt.
Þannig ég lét mér bara linda við þetta og naut þess að baða mig í sólskyninu rennblaut og þvo bílinn minn í leiðinni. Ég á samt ennþá eftir að klára að taka til í mínum eigin bíl og þrífa hann almennilega, og svo er öll íbúðin eftir...og við erum alveg að tala um ÖLL. Hún er gjörsamlega í rúst og ég á eftir að taka til, breyta henni allri og þrífa hana hátt og lágt....
Og ég sem lofaði að klára allt fyrir morgundaginn...
sunnudagur, 22. júní 2008
Aníta óskast
Hann sagðist vera úti á sjó.
Úti á sjó? spurði ég.
Já, á árabát, sagði hann.
Árabát? sagði ég.
Já...sagði hann
Sjitt, sagði ég
Já...sagði hann
Viltu hjálp? sagði ég
Uu...neieeii þetta er allt í lagi, sagði hann
Ertu viss?
sagði ég
Jájá
sagði hann
svo kvaddi ungi maðurinn á árabátnum.
laugardagur, 21. júní 2008
Ákvörðun nuðrövkÁ
ljóta ljóðabók
ef þið viljið kaupa í forsölu og fá hana áritaða með lífssýni mínu þá commentið
hún mun ekki kosta meira en 1500 kall
ég lofa
engu...
Hótel
Aaaa ég er svo eirðarlaus að ég er að bilast. Nenni samt ekki að koma mér út úr húsi. Nenni ekki einu sinni að klæða mig.
Samt langar mig að fara út og sigra heiminn.
Úff.
En mér tókst samt að brjóta glas og semja ljóð. Það heitir Gömul sál og er svona:
stendur við búðarborðið
lítil og ljóshærð
með eitt tígó og biður um sígó
afgreiðsludaman hlær og sýgur upp í nefið
spyr hversu gömul hún sé
fjögurra ára svarar sú stutta
eftir dálitla þögn
afgreiðsludaman ræskir sig
hún er kvefuð
neitar henni um sígó og segir bless
ég er gömul sál
gólar sú stutta
afgreiðsludaman snýst á hæli
fjögurra ára stendur við vegg
lítil og ljóshærð
með eitt tígó og sígó
fimmtudagur, 19. júní 2008
mánudagur, 16. júní 2008
Komin heim úr dalnum góða
Það var allt frábært, út í gegn. Ótrúlega krefjandi og skemmtilegt námskeið sem ég var á, sem gerði mér kleift að gera hluti sem mig hefði aldrei grunað að ég gæti gert. Lærði um helstu stefnurnar í leikhúsgeiranum og hvernig hægt er að vinna út frá þeim, bæði í æfingum og á sviði almennt. Ég hafði ekki hugmynd um hversu margir möguleikar eru í boði en þetta gaf mér klárlega góða innsýn inn í leikhúsheiminn og það sem honum býr að baki. Ótrúlega krefjandi bæði líkamlega og andlega. Harðsperrur og marblettir á ótrúlegustu stöðum og svo auðvitað gleði og grátur og allt þar á milli. Og váá hvað þetta gerði mér ótrúlega gott, styrktist bæði á líkamlega og andlega sviðinu og lærði alveg heilan haug. Frábær hópur á námskeiðinu og frábært fólk í dalnum. Hakkísakk, blak, fótbolti, sána, sund, óvissuferð, busavígsla, grill, kvöldvaka, leiklistarlágtíð, lokakvöld og endalaus gleði og skemmtun frá morgni til kvölds.
Ég gæti alveg farið dýpra í þetta fyrir ykkur en veit ekki hvort það myndi skila nokkru, það er eiginlega ekki hægt að lýsa því sem á sér stað í þessum ótrúlega dal. "Ég kýs því fremur að þegja og bíða uns ég hef fundið hið rétta orð".
Ég er gjörsamlega úrvinda eftir mikið fjör og er búin að sofa meira og minna í allan dag. Var svo að fatta fyrir svona hálftíma að það er frídagur á morgun. Jibbí kóla ég get sofið!
Takk allir fyrir dásamlega viku!
föstudagur, 6. júní 2008
HVERN HEFÐI GRUNAÐ!?!?!!
ég sem sagt vaknaði í morgun með mesta hnút í hárinu sem ég hef nokkru sinni fengið. Við erum alveg að tala um dreadlocksklessur úti um ALLT. Meira að segja börnin í vinnunni sögðu oj og kölluðu mig Argintætu.
og svo kom ég heim á hádegi alveg í sjokki og makaði djúpnæringu og venjulegri næringu og öllum andskotanum í flækju dauðans...en allt kom fyrir ekki. Þá brunaði ég uppá hárgreiðslustofu (sem ég hef ekki stigið fæti inn síðan í lok 9. bekkjar) og æpti hjálp. Dömurnar þar ráku upp óp og sögðust aldrei hafa séð svona lagað.
Og svo reittu þær á mér hausinn og dæstu og reittu meira og úðuðu tonni af efni en allt kom fyrir ekki.
Svo...ÞÆR KLIPPTU ÞAÐ ALLT AF!!!!
og þetta er ekkert grín...ég er með hár niður á axlir og er í nettu sjokki, því eins og alþjóð veit hef ég verið með hár niður á rass síðan ég var sex ára.
og öss hvað ég er fín og sumarleg svona, á eftir að venjast þessu en hey það hlýtur að venjast eins og annað.
þetta vesen tók tvo tíma svo núna er ég að pakka og henda mér af stað. Er komin með þrjár risatöskur og fullt af aukadóti sem liggur laust til hliðar og kemst hvergi fyrir. úff...
Ég er farin í sveitina með stutta hárið mitt túrílúú
Marxoulle
Ég á bók um sálarflakk og ég held ég hafi upplifað eitt slíkt í nótt. Þegar ég dó upplifði ég nefnielega þvílíkan skjálfta um allan líkamann og andköf sem sitja enn rosalega í mér. Það fyrsta sem ég sá þegar ég vaknaði upp sem vofa var bók eftir heimspekinginn Marxouelle eða Marxouise...man ekki alveg hvað hann hét. Svo fór ég beint niður í leikhús og náði þar sambandi við Kristínu sem var ennþá lifandi og að leika einhverja vofu og ég fór að spjalla við hana og reyna að láta hana sjá mig og eitthvað.
En þetta með sálaflakkið er mjög spes tilfinning og núna, já ég veit að ég er klikkuð, væri ég hreint ekkert hissa á því ef fólk myndi ekki sjá mig, bara heyra í mér, því ég hefði jú dáið í geimslysi....
---
Jess það er innsláttarvilla í stjörnuspánni minni:
Naut: Þér finnst órökrétt og áhættusamt að fylgja innsæinu. Það er ekki fyrir kjarklausa. Ef þæu færð annan til starfs, muntu sjá hann vaxa við ábyrgðina.
---
Klukkan er 07.37 að staðartíma. Sturta og vinna til hádegis, síðan á ég eftir að pakka öllu og redda fullt af dóti. Og SÍÐAN verður lagt í hann. Svo ég kveð ykkur kæru lesendur, og við heyrumst að tíu dögum liðnum.
Túrlílúú og hafið það gott heima í rigningunni!
fimmtudagur, 5. júní 2008
Viðbjóður
---
Mig dreymdi viðbjóðslegasta draum í heimi í nótt. Hann innihélt um það bil 10.000 gullfiska sem voru spriklandi úti um allt, bæði inni í búrum og utan þeirra. Úff...ég vaknaði með tárin í augunum og hjarta mitt hamaðist sem aldrei fyrr. (Fyrir ykkur sem ekki vitið, þá eru gullfiskar það viðbjóðslegasta sem ég veit um og ekkert sem ég hræðist meira en þá)
Úfffpúff svo vaknaði ég upp með enn meiri hálsbólgu og hor, dreif mig í apótek og dópaði mig upp fyrir verslunarleiðangur með múttu. Verslaði frá mér allt vit, allt frá 990 krónum og uppí 9900 krónur...ójább ég hef ekki keypt mér svo dýra flík frá því ég var á Diesel-skeiðinu. En svo keypti ég líka praktíska hluti svona upp á móti eins og gullskó og hleðslutæki á 8.000 krónur.
Sjiiii
en allavega
það eru núna svona ca 20 tímar þangað til við leggjum í hann og enn á ég eftir að þvo fullt af þvotti, pakka, finna dót og versla meiiiraaa en ég er einmitt að leggja upp í þriggja tíma leiðangur akkúrat núna.
bless
(og hey þó ég sé að hrósa ykkur, aðdáendunum, þá verðiði samt að standa undir þessu hóli og halda áfram að skrifa)
miðvikudagur, 4. júní 2008
Geðveila
og kyssti han..a..
og stakk henni beint oní rassvasann!
---
Eða þú veist...það hefði getað orðið þannig...ef við hefðum bara fengið örlítið næði frá bansettum umferðarreglunum. Ég er komin með hor í nös og verk í háls og óttast að ég sé að verða veik, sem er auðvitað stranglega bannað enda verður lagt í hann eftir u.þ.b. 40 klukkustundir (samkvæmt mínum útreikningum).
----
Vegna mikils misskilnings vil ég árétta það að Tulla er ekki raunverulegt nafn, heldur einungis listamannsnafn minnar ástkæru vinkonu, Tal-vin og Twisterfélaga, Elvu Daggar (Dögg..beygist yfir í Daggar, svona til að forðast allan misskilning á þeim bænum). Og Pussi er hið undurfagra listamannsnafnið mitt...og já það minnir óneitanlega á að pissa eða jafnvel eitthvað enn dónalegra sem við segjum ekki frá vegna hættu á lögsókn eða einhverju þvíumlíku.
----
Ég er búin að kaupa buxur (já BUXUR, ég í buxum er afar sjaldgæf sjón og aðeins útvaldir munu fá að njóta þess að sjá mig skoppast um hlíðar sveitarinnar, sveitta og sexy í buxnabrók) sem kostuðu mig fáránlega mikinn pening, en hey þú veist Nike, það er ótrúlega töff í sportvörubransanum.
Ooog ég keypti mér líka sjóarabol og kjúkling og bensín. Núna á ég bara eftir að kaupa og redda öllu hinu. Sem verður fjör. Er búin að fá frí í vinnunni fyrir hádegi svo ég verð á spani allan morguninn og svo beint eftir vinnu verður haldið í verslunarleiðangur ársins með Tullu, sem verður span útum allt, redda öllu og eyða eins fáum peningum í eins margar flíkur og hægt er. Vúhúúú partý ooon!
---
Og núna er ég komin í íþróttagallann, tilbúin í slaginn við óhreina þvottinn. Íhaaaa og afsakið hversu mikið ég hef tjáð mig hér síðustu daga, ég kenni undralyfjunum um. Svona Lísa í Undralandi undralyf með sveppamynd og rauðum exum. Eða þið vitið...
---
ps.
loksins veit ég hvað það þýðir að vera böðull. Búinn að velta þessu fyrir mér frá því ég man eftir mér, en aldrei þorað að spyrja. En núna veit ég það og veit líka að ég verð bráðum böðull. Hoho.
Lífshætta
TVEIR dagar í skólann núna og ég á eftir að gera ALLT.
Það sem felst í þessu ALLT er m.a.:
-þvo öll fötin mín því þau eru annað hvort skítug, krumpuð eða með fjósalykt eða beljukúk á
-redda öllum fjármálum (sem felst í því að fara í hraðbanka)
-kaupa lyf (sem veldur tvítóla fóstri)
-versla kók og nammi og eitthvað meira
-versla sólgleraugu
-versla íþróttabuxur
-versla leggings
-versla föt yfir höfuð (s.s. yfir höfuð= kjóla, síða boli osfr..)
-versla gúmmítúttur
-klára að prjóna (sem tekur mig svona sjö aldir miðað við hvað ég er búin að vera lengi að þessu og lítið farið að sjást á helvítis flíkinni)
-finna fullt af dóti og fötum
-kaupa spólur í vídjóvél
-kaupa hleðslutæki
og síðast en ekki síst: pakka, gera mig til, tékka á öllu og fokksjittfokk ég er að vinna 9-5 á morgun og hinn og til hádegis hinn og svo keyrum við út úr bænum!!
---
hversu lengi getur tími hjá tannlækni dregist? það er alltaf góð afsökun....
---
en annars ég verð að útskýra lífshættuna...
ég var sem sagt næstum dáin í dag
morðóð kýr réðst á mig, gleypti hálfa peysuna mína og gerðist svo skæð að sleikja á mér rassinn, bakið og hnakkann allveg svo ég sat eftir öll blaut á botninum með sællega kýr við hlið mér. svo baulaði hún eins og Búkolla og sprændi svo við hliðina á mér svo það skvettist upp um mig alla. um leið kom ég auga á könguló en ég hata köngulær og var næstum dáin útaf þessu öllu saman.
þetta er ekkert grín.
mánudagur, 2. júní 2008
Ummm...grunsamlegt?
---
Þannig...ef ég væri ólétt...þá myndi ég líklega eignast...stelpstrák...sem hefur verið langþráður draumur.
---
Finnst engum þetta fyndið nema mér?
---
Bráðum þrír dagar....fuck
sunnudagur, 1. júní 2008
Náttföt og namm namm
baaaa baaaa, baba, babba og babababa eru allt mjööög ólíkir hlutir. Þetta lærði ég í gær og í morgun.
Náttfatapartí með öllu tilheyrandi: Tulla, krílið, lifrakæfa, kók (samt ekki saman, það er ógeð), Stella í orlofi...og að sjálfsögðu náttföt. Alveg dásamlegt að slaka smá á, kroppa hor úr augabrúnum, stíga í lifrakæfu og kenna litla krílinu að vera ótrúlega töff, krossleggja arma og segja; WHAT'S UP???
Svo er ég búin að segja Gugga í öðru hverju orði, enda verður hann sá eini sem mun mega kalla mig það með mínu leyfi. Hugsa að Gugga sé líkara Baba og Babababa heldur en Guðrún...
Og viti menn! Í gærkvöldi, þegar hann átti að fara að sofa, heyrði ég "Gúgga, Gúgga, Gúgga" óma fram á gang út úr svefnherberginu. Það var dásamlegt og yljaði mér um hjartarætur, þó svo að þetta líktist óneitanlega hinum vel þekkta frasa "Kúka, kúka, kúka". En hey...
Dagurinn í dag verður dásamlegur. Ætlum að fara og kíkja í leikhús á vini okkar og svo verður haldið í heljarinnar verslunarleiðangur, því eins og alþjóð veit eru aðeins fimm dagar í BÍL.
Ekki halda samt að dagurinn hafi verið að hefjast núna, óóneii hann hófst klukkan sex við "gagagaga" í litla kút sem svo sofnaði aðeins og vaknaði svo aftur um átta og þá tók Pussi við pössuninni (haha Pussi passar) svo Tulla gæti sofið smá. Krílið gúffaði í sig heilsusamlegum morgunmat a la Pussi, brauðstöngum, sósu, kæfu og epladjús...eða "nammnamm". Þá tók kúrerí og áhorf á hina geysivinsælu og æsispennandi stubbamynd "Uppáhaldsdótið" sem er um það bil það heiladauðasta sem ég hef hort á fyrir utan Disney Chanel...en kannski er ég bara svona ofboðslega ofþroskuð fyrir þetta frábæra efni...eða þá kannski óþroskuð. Hmm...
Allavega, kúrðum og keluðum yfir stubbunum þangað til litli stubburinn fattaði allt í einu að hann væri að knúsast með einhverri annarri kellu en mömmu sinni. Þá löðrungaði hann mig, setti neðri vörina fram og æpti "MAMA" eins hátt og hann gat. Og þá tók við leikurinn "Ég vil fá mömmu - þú færð hana ekki" sem endaði auðvitað þannig að ég skíttapaði, enda ekki eins úthaldsgóð og lúmsk eins og leikmaður númer eitt. Og núna eru þau að lúlla sér í smá stund áður en við leggjum af stað út í daginn...og ég sit ein og yfirgefin við gluggann...engin mamma og enginn sem er hér til þess að veita væli mínu athygli. Snökt.
En burt með væl og volæði því HÉR VERÐUR ÁÐ! (þið sem ekki skiljið þetta, leiðinlegt fyrir ykkur...því ég skil ójá)
FIMM DAGAR Í SKÓLANN! Úfff...á morgun verða fjórir, svo þrír, svo tveir, svo einn...og þá bakka Tulla og Pussi úr hlaði með úttroðinn bíl af hamingju. Ójá!
Og ekki örvænta, ef þið eruð svo einstaklega óheppin að missa af herlegheitunum...ÞVÍ...þetta mun allt saman fást á dvd í verslunum um land allt!!! Hvaða verslanir það verða, veit ég ekki, en einhverjar verða þær. Ójá!!
---
Mín einkar ástkæra vinkona, Kristín Rós - betur þekkt sem Grín-Kristín, er formlega orðin fullorðin og gott betur. Hún fagnar nú 75 ára...ég meina...25 ára afmæli sínu með ofurhetjunni Robin og ástmanni sínum Allsbert í New York. Ég vil senda henni fjórfallt húrra og flöskuskeyti yfir heimsins höf, ásamt einum blautum kossi. Til hamingju með afmælið gamla mín!!
---
Úff mér er illt í maganum og ætla að fara og fá mér smá lúr...
OG HEY ÞIÐ ÓGEÐSLEGA TÖFF FÓLK SEM ERUÐ AÐ HEIMSÆKJA SÍÐUNA MÍNA GETIÐI VINSAMLEGAST SKRIFAÐ COMMENT KANNSKI EINU SINNI HALLÓ ANNARS FER ÉG A TAUGUM
takk
ps.
það kom ógeðslega sætur gaur í lopapeysu í heimsókn til okkar Tullu í gær að spyrja hvort við ættum bílana sem hefði verið lagt ólöglega eða eitthvað og Tulla bara "neeeii...Guðrún?" og ég kom því ég heiti Guðrún, og söngur ómaði í hjarta mínu og englunum bókstaflega rigndi niður á mig þegar hann brosti og þuldi upp undursamleg..bílnúmerin. Slefandi krílið á mjöðminni á mér gerði mig bersýnilega mjöög skjótt að ungri, þroskaðri, sjálfstæðri og duglegri húsmóður, sem væri þó orðin svolítið þreytt á hversdagsleikanum og vantaði upplyftingu í líf sitt, þó ekki nema í formi...ástar?
laugardagur, 31. maí 2008
Mannrán
..hljómar eins og náraanammi aftur á bak. Sem er viðbjóður...
Ég rændi manneskju í gær.
Henti henni inní bíl og neyddi hana til að hafa bæði augu og eyru lokuð fyrir öllu utanaðkomandi áreiti. Brunaði með hana bæjarfélagi, úr bæjarfélagi. Endastöðin: bílaplan menntaskóla. Mjög góður staður. Afskekktur staður í afskekktu sveitarfélagi.
Ég tók hana út úr bílnum, hélt um hendur hennar...
og leyddi hana að poppvélinni!!! ÓJÁ fyrsta mannránið mitt heppnaðist FULLKOMLEGA. Bílabíó er eitthvað sem við klakabúar erum ekki vanir, og því var þetta ótrúúleg upplifun sem hafði í för með sér mjög mikið "sing-a-long" (enda verið að sýna GREASE HALLÓ), popp og candyflos um allan bíl.
svo var þetta auðvitað ótrúlega rómantískt og fallegt allt saman.
---
sex dagar í sveitina og ég er að fara á taugum úr spenningi!!
fimmtudagur, 29. maí 2008
Labadæ
Fór að sjá Labadæ (eða Latabæ..)...tvisvar...sem var ótrúúlega gaman. Íþróttaálfurinn mismælti sig...í bæði skiptin...og talaði um að "bansa dallet" sem ég veit ekki alveg hvað er, en hann meint víst "dansa ballet"
mjög töff
við fórum heim..og þá kom jarðskjálfti
ég gubbaði næstum
og núna er ég að fara að pissa
bless
miðvikudagur, 28. maí 2008
Breytt plan
nema þá bara á klakanum
Frakklandsförinni hefur sem sagt formlega verið frestað til næsta sumars...og enn á ný veit ég ekkert hvað ég á að gera við mig þangað til. Mig langar samt að flytja í burtu frá öllu í smá stund, held það væri ágætt...
Ég sá um eldhúsið í dag í vinnunni. Það var fyndið...ég...í eldhúsi...ekki góð blanda.
Það eru bara 9 dagar í ferðalagið mikla í BÍL skólann! Úff, við Elva ætlum að gera heimildarmyndina "Í bíl í BÍL" og græða milljónir...milljarða...
En nú er ég að taka til, þreytt og pirruð á því að vita ekkert hvað ég á að gera við líf mitt næstu tvö árin eða svo...þannig ég ætla að halda áfram að drekkja mér í sorgum mínum og svo kannski ryksuga til að toppa það, en ryksugun er u.þ.b. það leiðinlegasta sem ég geri.
Danke bitte
þriðjudagur, 27. maí 2008
Afleiðing hjólreiða
ég svaf ekki í NEITT í nótt
með sinadrætti í báðum lærum í fimm og hálfan tíma...
og svo harðsperrur og marblettir
og ég sem var svo þreytt og ómöguleg að ég fór að "sofa" klukkan hálf níu
"vaknaði" svo þreytt og pirruð klukkan átta og hjólaði á helvítis hjólinu í vinnuna
dáááásamlegt
en heyhó! 10 DAGAR Í SKÓLANN!!!!
mánudagur, 26. maí 2008
Taugaáfall
hef aldrei upplifað það áður
er ennþá með verk í hjartanu og öll óróleg og hrædd innan í mér
en það er samt allt í lagi með alla
miðvikudagur, 21. maí 2008
Sönnun á fáránleika menntakerfisins
var í 23 einingum
og fullt af 503 áföngum
skilaði ekki einu einasta verkefni alla önnina, ekki í neinu einasta fagi
nema síðustu tvo dagana eftir að skólaslit urðu...þá vann ég allt upp
og við erum að tala um að ég mundi ekki einu sinni í hvaða áföngum ég væri, mætingin mín var svo léleg að ég vissi ekki nafnið á nema einum kennara
ég keypti ekki eina einustu bók
og las bara tvær bækur
af öllum þeim bókum sem ég átti að lesa
lærði meira að segja ekki undir öll prófin
s.s
TOSSI
og við erum að tala um að ég var að fá einkunnirnar áðan
og halló góðan daginn ÞETTA ERU BESTU EINKUNNIR SÍÐAN Á FYRSTU ÖNNINNI MINNI!!! Og þá var
bara 7ur og 8ur
váááááá tossar heimsins sameinist og sigrum heiminn
þriðjudagur, 20. maí 2008
Hvers á ég að gjalda?
umgangist litla guttann hennar Tullu vikulega
og dreymi óléttudrauma aðra hverja nótt...
heldur er ég farin að heimsækja kvennadeildina aðeins of oft uppá síðkastið og við erum alveg að tala um fæðingadeildina
síðast bara í gær gekk ég þar inn og alveg óvart, í raun bara ósjálfrátt, fór ég að belgja út á mér magann og labba um eins og önd, halda undir bumbuna og brosa "ég er að verða mamma" brosinu mínu...
snökt
grimmd heimsins er stundum óbærileg
Labb
en bráðum
hjól hjól hjól
ójááá minn langþráði draumur er loksins að rætast
ÉG MUN EIGNAST HJÓÓÓL
(vonandi)
sunnudagur, 18. maí 2008
ÁKVÖRÐUN TEKIN
til Frakklands
í trúðaskóla
með Hrefnu
það verður MEEEEEEEGA
Paris, je t'aime....
laugardagur, 17. maí 2008
Tilgangur?
án djóks
fyrsti dagurinn þar sem ég þarf ekki að mæta neitt, hitta neinn eða gera nokkuð yfir höfuð
ótrúlegt
ég veit bara ekki baun hvað ég á að gera við mig
miðvikudagur, 14. maí 2008
Ég var einu sinni nörd...
Ójá þrátt fyrir 6 og hálft ár í tannréttingum getur leti og hræðsla við að verða ótöff og lúðaleg valdið því að maður þarf að fara aftur í stólinn
og það var það sem gerðist í dag
afleiðingarnar: sólarhringsnotkun á nýjum gómi
úff...og ég sem hélt að ég þyrfti aldrei aftur að ganga þarna inn
og hvað þá út með nýtt stál í kjaftinum
en JIBBÍ KÓLA ÞAÐ ER SÓL og á morgun er síðasta prófiiiiiiið
heimspeki sökkar, eða réttara sagt...heimspekiprófið sökkaði....eða bara ég, já ég sökkaði
en jarðfræðin gekk mega
svo...partý on og skál í stál!
sunnudagur, 11. maí 2008
laugardagur, 10. maí 2008
Að velja og hafna
ég valdi rétt
og fékk tvær kökur og fullt af hori í kaupbæti
en núna taka leiðindin hinsvegar við
ég íhugaði meira að segja að hoppa út um gluggann þegar ég kom heim
og gerði það!
en hann er á fyrstu hæð svo ég hafði voðalega lítið uppúr því annað en kulda og kjánaskap yfir því að nágrannarnir hefðu séð mig (sem eru ÖFGAtöff)
og já nú verð ég líka að búa til nýja síðu, alvöru síðu um mig fyrir alla aðdáendur mína
svo ég ætla að gera það núna og hætta við þ á ömurlegu hugmynd að fara að læra
oj til hvers
miðvikudagur, 7. maí 2008
Sviti
bæði vegna þess að það virðist mun meira áhugavert en ömurlegur próflesturinn
og hæfir mér mjög vel í því ástandi sem ég er í akkúrat núna,
sveitt og subbuleg.
ég nenni ekki að læraaaaaa
ísl503 lokapróf í fyrramálið
tíminn og vatnið er nýjasta æðið hjá mér. ég fæ ekki nóg af þér Steinn. allavega ekki í því ljóði...
--
þaðvantarþrjátíublaðsíðuríbókinamínaogégvaraðfattaþaðnúna
þriðjudagur, 6. maí 2008
Elektra
Svört, seiðandi og drungaleg eins og sálin sjálf.
Að sjálfsögðu erum við að tala um grip gripanna, rafmagnsfiðluna sem ég fékk senda yfir heimsins höf í þeim tilgangi að þjóna óbæranlegri löngun minni til þess að "rokka feitt"
sunnudagur, 4. maí 2008
Bíddu við, bíddu viiiið...
á föstudeginum þegar við vorum að keyra í Skagafjörðinn varð ég veikari og veikari
og versnaði á laugardeginum
og í dag var svo versti dagurinn
hiti, hósti og óráð
ég sem hélt ég væri búin með þennan pakka...
fimmtudagur, 1. maí 2008
Skóli hvað?
tuttugu og sex einingar
fimm mánuðir
þúsund verkefni
allt saman tæklað á fjóóórum dögum
og við erum að tala um ALLT
ekki einu einasta verkefni í einu einasta fagi skilað fyrr en núna á síðustu fjórum dögum
og það kom ekki eitt dæs!
kannski nokkur helvítis andskotans fokkings drasl
en annars ekkert
mánudagur, 28. apríl 2008
List eða lyst?
laugardagur, 26. apríl 2008
Ritgerðir= andlegur dauði
stofuljósið blikkar og eymdin hellist yfir mig
kaffikaffikaffi
koma krafti í kroppinn
lyklaborð
tvö stjörf augu
Lopi
burt frá öllum látunum...
fékk nýtt viðurnefni í dag; Sóley Sara, og fór í hvalaleik með pulsubrauðum. Það var dásamlegt.
Þrír dagar eftir af önninni og ég sekk dýpra og dýpra í svaðið...
fimmtudagur, 24. apríl 2008
Drungi
og ég er beisikklí ekki búin að gera neitt sem ég á að vera búin að gera
ekki eitt
26 einingar
22222226 verkefni sem á eftir að skila
eins dauði er annars brauð
velkomnir fyrirmyndar nemendur, þið megið hirða plássið mitt
Sjúbbídei gleði gleði það er dásamlegt að vera ungur, fátækur, tímalaus námsmaður
að komast upp með endalaus sorry, plís og hvíta lygi er engu líkt
engu líkt
26 einingar
22222226 verkefni sem á eftir að skila
eins dauði er annars brauð
velkomnir fyrirmyndar nemendur, þið megið hirða plássið mitt
ég er farin út að fagna!
mánudagur, 21. apríl 2008
Stofnun samtakanna
Meðlimir samtakanna eru:
Hrefna Lárusdóttir
aka
Sú rauðhærða
Guðrún Sóley Sigurðardóttir
aka
Risinn
Þær eiga það sameiginlegt að hafa "næstum meikað það", en í raun er það aðeins dulbúningur því frægð þeirra og frami er á næsta leiti.
Fyrsti fundur nýrrar stjórnar samtakanna fer fram á miðvikudagskvöld við mjólkuþamb mikið og ákaft.
Blómar og kransar vinsamlegast afþakkaðir en peningar væru vel þegnir í hvaða mynt sem er.
sunnudagur, 20. apríl 2008
Afmælisbarn
hún á afmæli í dag
hún á afmæli hún Guðrún Sóóóleeeyyy
hún á afmæli í dag!
---
þessi söngur hefur verið sunginn fjórum sinnum fyrir mig í dag! Ójá við erum að tala um fjórar afmælisveislur og allar óvæntar, toppiði það!
frábær dagur í alla staði, þó svo að ég hafi verið á spani frá því klukkan átta í morgun og hafi verið að koma heim núna...æfingar, æfingar, tónleikar, sýning....og fullt af kökum, kertum og söngvum!
ahhh hvað ég er södd og sæl
föstudagur, 18. apríl 2008
Barnið...
draumarnir mínir eru farnir að hafa of mikil áhrif á mig
allt útaf blessuðu barninu
kíkið á sýningu sem allra allra fyrst
123.is/lh
leikfelagid@simnet.is
do it
og já inntökuprófadótið gekk fínt
og ekki orð um það meir fyrr en eftir mánudaginn
----
og þessu var viðbætt klukkan 01.31 að staðartíma:
ég gerði svolítið núna sem ég hef aldrei gert áður
það er mjög fyndin tilhugsun
þetta tengist fjarsamskiptum og samböndum
en er allt gott og blessað og ekki orð um það meir
þriðjudagur, 15. apríl 2008
Á morgun...
Önnur sýning gekk MEGA
og þið sem ekki eruð búin að koma og sjá...PANTIÐ MIÐA!
-- www.123.is/lh og leikfelagid@simnet.is
frægðin bankaði uppá á fimmtudag
og svo aftur á föstudag
það er alveg pínu fyndið
á morgun er stóri dagurinn
samt ekki sá stærsti
sá stærsti er klárlega á föstudaginn
ég er að fá taugaáfall og ekki búin að borða neitt nema tvær skálar af serjósi síðustu tvo daga
það gæti verið ástæðan fyrir hausverknum
sendið mér góða strauma og mætið svo á sýningu folks
fimmtudagur, 10. apríl 2008
Barnið hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar
Verkið er þýtt af Guðrúnu Sóleyju Sigurðardóttur og er í leikstjórn Lárusar Vilhjálmssonar. Lýsing er í höndum Ingvars Bjarnasonar.
Leikarar í verkinu eru fjórir: Guðrún Sóley Sigurðardóttir, Kristín Svanhildur Helgadóttir, Tryggvi Rafnsson og Víðir Örn Jóakimsson.
Sýningar verða sem hér segir:
Laugardagur 12. apríl FRUMSÝNING
Sunnudagur 13. apríl 2. sýning
Föstudagur 18. apríl 3. sýning (frísýning fyrir bæjarbúa)
Laugardagur 19. apríl 4. sýning
Sunnudagur 20. apríl 5. sýning
S
unnudagur 4. maí 6. sýning
Föstudagur 9. maí 7. sýning
Laugardagur 10. maí 8. sýning
Sunnudagur 11. maí 9. sýning
Laugardagur 17. maí LOKASÝNING
Allar sýningar hefjast klukkan 20.00. Miðaverð er krónur 1500 og hægt er að panta miða í síma 848-0475 og á netfanginu leikfelagid@simnet.is.
Húsakynni félagsins eru í Gamla Lækjarskóla í Hafnarfirði.
þriðjudagur, 8. apríl 2008
Úlalalalla...
Það er eiginlega beisikklí það sem ég hef að segja
og já
eg held uppá þriggja vikna afmæli flensunnar í dag og er ekkert betri
sem er dásamlegt
og já
litla systir á afmæli í dag sem þýðir að það eru aðeins 12 dagar uns ég verð ellilífeyrisþegi og get sótt um á Grund
mér sýnist á öllu að það sé eina lausnin...
íbúðin mín minnkaði um helming eftir að ég málaði "stóra" vegginn dimmrauðan
hún er samt mjög töff
eins og allt annað í minni eigu
ég var að fá tilboð í gegnum síma
tilboð já tilboð
mmmm
og nú ætla ég að fara og fá mér að borða með fjölskyldunni í fyrsta skipti í mjööög langan tíma þar sem ég er alltaf víðsfjarri á þessari mikilvægustu stundu fjölskyldunnar
eða þið vitið....
amen
og hey
komiði á sýningu!
www.123.is/lh
mánudagur, 7. apríl 2008
I play with my balls...
http://www.youtube.com/watch?v=MXyn_bndTkw
fimmtudagur, 3. apríl 2008
Brabra
Eða..."brabra" eins og Jóel segir með Texas hreimnum sínum.
Gæsirnar voru ansi kræfar og voru næstum búnar að drepa mig nokkrum sinnum. En ég slapp...
Fullt af dásamlegum gæsakúk undir skónum mínum sem gerir daginn jafnvel enn betri.
Frumsýning á næsta leiti og eintóm hamingja.
Er að fara að bóka eitt stykki flugsæti til Nú Jok á morgun í tilefni af því að ég var að gera þvílíka uppgötvun...það er til eitthvað sem heitir orlof!!! Og orlof er í raun bara ókeypis peningar!
Sjibbídúúú
Skil ekki hvað fólk er að væla um kreppu og krónur
ég hef sjaldan eða aldrei verið jafn hamingjusöm með þá örfáu tíkalla sem ég finn á víð og dreif um bílinn minn
ps.
Drós er í afar miklum tilfinningasveiflum þessa dagana svo ekki vænta fleiri orða hér fyrr en um síðir
ps2.
sem mér finnst alltaf jafn fyndið...þ.e. ps2...en allavega...Drós er tölva, ekki manneskja...
ok bæ
mánudagur, 31. mars 2008
Plaaaaaan flan
eftir innan við mánuð verð ég orðin eldgömul jussa með grátt í vöngum
já...jussa.
Ég er komin á fætur og hef sjaldan verið sprækari!
...nei það er lygi, er mjög slöpp ennþá en er samt farin að sinna öllum mínum skildum eins og skóla, vinnu, tónlist og leiklist af fullum krafti
Ég er líka komin með plan fyrir sumarið
hið fullkomna plan!
Það hljómar nokkurn veginn svona;
Vinna beint eftir lokapróf
Sumarskóli x26 einingar
BÍL!!
Vinna meira
Vonandi útlandaferð tengd tónlistinni
Vinna meira
New York með Davíð að heimsækja Kristínu!!
Vinna meira
Partý ooon!
Og á meðan á öllu þessu stendur ætla ég að skrifa að minnsta kosti eitt leikrit í fullri lengd og eina skáldsögu í fullri lengd auk þess sem Fjöllistahópurinn Sveipur ætlar að láta til skara skríða og vera með tvær sýningar í mánuði.
Vúbbídúú
sunnudagur, 30. mars 2008
Geisp
og samt á ég eftir að gera fullt áður en ég fer að sofa
og morgundagurinn er pakkaður frá 10-24
og já...tólfti dagur flensunnar að líða undir lok og þrettándi tekur við
stuð stuð stuð
fuuuuuuuuck
fimmtudagur, 27. mars 2008
Læknirinn
hún hringdi og sagði lækni að koma fljótt fljótt fljótt
----
Nema hvað, ég er dúkkan og móðir mín er Stína. Læknirinn kom ekki heldur fór ég til hans.
----
Niðurstaða í máli GS megafresh er sá að...
-hún er ekki með lungnabólgu
-hún er ekki með strektókokka
----
Læknirinn hristi bara hausinn og gapti þegar ég sagði honum að ég hefði verið nákvæmlega svona fyrir tíu dögum síðan og ekkert hafi breyst. Það skilur enginn neitt í neinu, ég var send heim með fullt af dópi og á að rota mig fram yfir helgi. Eeeen auðvitað hef ég engan tíma fyrir slíkt kjaftæði sem snýr að sjálfri mér og verð því á þeytingi út um allan bæ eins og venjulega.
Kannski æxlið sem ég var með á hnénu sem sprakk þegar ég var átta ára á hjólaskautum, leyfarnar skornar í burtu og sullið sent á tilraunastofu þar sem það jú týndist...hafi virikilega tengst geimverum eins og ég hélt í den tíð og nú sé hreinlega komið að þessu öllu saman?
Það er kannski ástæðan fyrir gríðarlegu hárlosi og lömun bragðkirtlanna? Og svo er jú þessi græna slykja yfir mér allri og ég segi í sífellu; We come in peace
...hvað sem það nú þýðir
miðvikudagur, 26. mars 2008
Sýra
Mér finnst eins og ég borði eintóman pappa...pappír...bréf...fer eftir áferðinni.
Nú skil ég loks hvernig Pappírs-Pésa leið.
Fyrigefðu Pési...ég vissi þetta ekki þá. En óður minn til þín lifir enn eins og döggin...
Til Pésa
Frá með þig
Sýra
Kóksýra
ég geng í hlýra hlýra hlýra
boool
ég sagði booooooool
komdu með kol
þú ert svo heitur
með allar þessar geitur
og hænsnaflokk
ég fíla rokk
og nál og tvinna
gott er að spinna
á sig brók,
taka á sig krók
til að heimsækja fólk
kleinur og mjólk
fá sér sér svo kók
fara úr brók
pissa
ertu mig að dissa
ég geng í hlýra hlýra hlýra
bol
ég sagði boooooooooool
--------------------
Platan er komin, platan er komin, platan er komin og allir í sleik.
---------------------
Afsakið hlé.
---------------------
Ég er búin að vera með fjörutíu stiga hita í tíu daga svo takið ekki mark á mér. Ég biðst fyrirgefningar á ruglinu í mér.
---------------------
Þú vanþakkláta DRÓS